Solla

11
okt
2023

Metsöfnun fagnað með góðgerðarfélögum og fulltrúum Reykjavíkurmaraþons

Á dögunum tóku fulltrúar Ljóssins á móti viðurkenningu fyrir að hafa safnað mest allra góðgerðafélaga í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í ágúst. Alls söfnuðust tæpar 20 mílljónir sem er algjörlega stórfenglegur árangur. Við í Ljósinu erum í skýjunum og full þakklætis öllum þeim sem lögðu verkefninu lið, þessi viðurkenning er til ykkar allra. Hjartans þakkir! Við sendum okkar bestu hamingjuóskir

Lesa meira

1
okt
2023

Fræðsla þjálfara og kynning frá Eirberg

Fimmtudaginn 26.október kl.13:30 verður fræðsla frá þjálfurum Ljóssins ásamt kynningu á stuðningsvörum frá Eirberg. Er fræðslan hugsuð fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð. Skráning í móttöku Ljóssins

5
sep
2023

Kiwanisklúbburinn Eldey færð Ljósinu afrakstur góðgerðargolfmóts

Kiwanisklúbburinn Eldey, Kópavogi, afhenti í dag Ljósinu styrk að upphæð 800.000 króna. Var þetta afrakstur af góðgerðargolfmóti sem leikið var 24. júlí á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Í ár var 12. árið sem mótið var haldið og hefur allur ágóði af mótinu síðustu ára runnið til Ljóssins og vilja þeir með framlaginu borga til baka í starfið en nokkrir af þeirra

Lesa meira

31
ágú
2023

Víkingar afhentu vegleg verðlaun

Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins mætti í Víkina um síðustu helgi og tók við ávísun upp á þrjár milljónir króna sem var ágóðinn af sölu á góðgerðartreyju Víkings 2023. Fulltrúar frá Havarí, Hildi Yeoman, Macron og Víkingi afhentu ávísunina fyrir leik Víkings og Breiðabliks. Treyjan sem er hönnuð af Hildi Yeoman og framleidd af Macron var aðeins framleidd í 300 eintökum

Lesa meira

29
ágú
2023

Haustið í Ljósinu

Heil og sæl kæru vinir, Við í Ljósinu fögnum hverri árstíð og förum spennt inn í haustið sem sannarlega hefur sinn sjarma. Haustdagskrá Ljóssins býður uppá mikið úrval af dagskrárliðum, þjónustuþegar okkar ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér að neðan stiklum við á stóru á því sem í boði er. Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna

Lesa meira

25
ágú
2023

Pokar og spil til sölu í móttöku

Nú þegar samstarfsverkefni Ljóssins og Nettó er lokið þá seljum við lokaeintökin okkar í móttöku Ljóssins. Við hvetjum alla þá sem vantar góðan poka undir æfingarfötin eða nýja spilastokk til að kíkja við og festa kaup á þessum fallega varningi. Verð er 2.500 krónur á stokk annars vegar og poka hins vegar.

24
ágú
2023

Fagnaði 70 árum og færði Ljósinu rausnarlega gjöf

Rósa Stefánsdóttir leit við hjá okkur á Langholtsveginn í dag og færði Ljósinu rúmlega 300 þúsund krónur. Framlaginu safnaði Rósa þegar hún fagnaði 70 árum með pompi og prakt með ættingjum og vinum, og hvatti alla til að styrkja Ljósið að því tilefni. Við þökkum Rósu kærlega fyrir sitt framlag til endurhæfingarinnar í Ljósinu.  

24
ágú
2023

Lokað í Ljósinu um mánaðarmót vegna starfsdaga

Miðvikudaginn 30. ágúst, fimmtudaginn 31. ágúst og föstudaginn 1. september verður lokað í Ljósinu vegna starfsdaga. Starfsfólk Ljóssins nýtir þessa daga til endurmenntunar og skipulags fyrir komandi önn. Við hvetjum þjónustuþega til þessa njóta þessara daga og huga vel að líkama og sál. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins

23
ágú
2023

Maraþonþakkir frá Ljósinu

Kæru vinir, Nú þegar maraþongleðin er að baki í ár eru dagarnir farnir að færast í örlítið eðlilegra horf á Langholtsveginum. Við erum þó hvergi nærri komin á jörðina eftir vel heppnaða skráningarhátíð í Laugardalshöll og ógleymanlegan maraþondag – Þvílík orka! Nú að hlaupi loknu langar okkur að senda þakklætiskveðjur til allra þeirra sem komu að hlaupinu með einum eða

Lesa meira

16
ágú
2023

Hvetjum saman í Reykjavíkurmaraþoninu

Hvetjum saman 2023 – Ljósið býður í klappveislu! Eins og undanfarin ár verður klapplið Ljóssins á sínum stað til að hvetja okkar frábæru hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu. Við munum koma okkur fyrir við JL húsið á mótum Hringbrautar og Eiðisgranda. Þar munum við hvetja og hafa læti eins og okkur er einum lagið en gera má ráð fyrir að

Lesa meira