Solla

25
ágú
2024

MYNDIR Sjáðu gleðina sem ríkti á maraþonklappstöð Ljóssins

Maraþondagurinn hófst snemma hjá okkur að vanda á laugardag þegar starfsfólk Ljóssins stillti upp fyrir árlegu klappstöðina JL húsið.  Gríðarlegur fjöldi kom við og hjálpaði okkur við að klappa og fastagestir nefndu að þau hefðu aldrei séð jafn marga mæta til klapps. Það endurspeglast í því að við höfum fengið miklar þakkir frá hlaupagörpum, bæði okkar og annarra félaga, fyrir

Lesa meira

23
ágú
2024

Frábærri skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons lokið

Nú er maraþongleðin í hávegi í Ljósinu og einungis nokkrir klukkutímar í að ræst verður í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024. Undanfarna tvo daga hefur starfsfólk Ljóssins staðið vaktina á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons, Fit&run, í Laugardalshöll og afhent yfir 250 boli til allra okkar dásamlegu einstaklinga sem hlaupa fyrir Ljósið á morgun – Takk fyrir komuna öll! Það er okkar mat (algjörlega hlutlaust)

Lesa meira

21
ágú
2024

Maraþon eftirpartý Ljóssins 2024 á Hafnartorgi

Ljósið býður í eftirpartý fyrir hlaupagarpa sem og aðstandendur að Reykjavíkurmaraþoni loknu! Þar verður gleðin og þakklætið við völd, léttar veitingar og myndabás. Lukkudýr Ljóssins mætir og kætir unga sem aldna. Litla Ljósabúðin verður á staðnum. Við vonumst til að sjá sem flest á Hafnartorgi (Hafnarstræti 19) klukkan 11:00 – 14:00. Hér finnið þið viðburðinn á Facebook en á myndinni

Lesa meira

20
ágú
2024

Vatnslitaverk Ölmu til styrktar Ljósinu á Menningarnótt

Fuglar og landslag eru megin áherslur í vatnslitaverkum Ölmu Sigrúnar sem seld verða á markaði Sjóminjasafnsins á menningarnótt. Alma Sigrún sótti endurhæfingu í Ljósið fyrir nokkrum árum og fékk þar að kynnast hinum margvíslegu formum myndlistar á námskeiði sem hún sótti samhliða annarri endurhæfingu. Þar fönguðu vatnslitirnir huga hennar og síðan þá hefur hún sótt námskeið í listforminu. Þau verk

Lesa meira

16
ágú
2024

Derhúfur og hlaupagleraugu merkt Ljósinu í takmörkuðu upplagi

Í aðdraganda Reykjavíkurmaraþons bjóðum við til sölu hlaupagleraugu og derhúfur í takmörkuðu upplagi. Við hvetjum þau sem vilja kaupa sér varning til að smella sér í vefverslun Ljóssins eða kíkja við hjá okkur á Langholtsveginum. Ef eitthvað verður eftir að gleraugum og derhúfum munum við taka það með okkur á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons sem fram fer á fimmtudag og föstudag í

Lesa meira

15
ágú
2024

Hvetjum saman í Reykjavíkurmaraþoninu

Hvetjum saman 2024 – Ljósið býður í klappveislu! Eins og undanfarin ár verður klapplið Ljóssins á sínum stað til að hvetja okkar frábæru hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu. Við munum koma okkur fyrir við JL húsið á mótum Hringbrautar og Eiðisgranda. Þar munum við hvetja og hafa læti eins og okkur er einum lagið frá kl: 9:00 og þar til

Lesa meira

29
maí
2024

Kiwanisklúbburinn Hekla færði Ljósinu styrk

Síðdegis í dag fengum við góða gesti í Ljósið þegar fulltrúar Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og færðu Ljósinu 300.000 króna styrk í endurhæfingarstarfið. Kiwanisklúbburinn Hekla er elsti Kiwanisklúbbur landsins og hefur frá upphafi Ljóssins verið dyggur stuðningsaðili. Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem stóðu að söfnuninni. Sigrún Vikar, tók á móti styrknum fyrir hönd Ljóssins.  

29
maí
2024

Mikilvægi stöðumats og áminning um forföll

Kæru vinir, Okkur langar að minna á mikilvægi þess að mæta í bókuð viðtöl hjá fagaðilum. Ef það þarf að boða forföll biðlum við til ykkar að gera það með eins miklum fyrirvara og hægt er. Það er mikilvægt að taka stöðuna með fagaðilum reglulega og yfirfara endurhæfingarþarfir, skipuleggja áframhaldandi endurhæfingu útfrá stöðu dagsins í dag og þá er það

Lesa meira

29
maí
2024

Spjall og styrking fyrir nýgreinda í allt sumar

Stundum er bara nauðsynlegt að kíkja í kaffi, spjall og styrkingu. Í sumar bjóðum við þeim sem nýlega hafa greinst með krabbamein í stök fræðsluerindi á fimmtudögum milli 10:30-12:00. Fyrsti fyrirlestur sumarsins verður 13. júní en þá mun Louisa, iðjuþjálfi, fjalla um daglegar venjur og sumartíminn Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur fræðslun á vef Ljóssins með því

Lesa meira

29
maí
2024

Konur 46 ára og eldri heimsækja Grasagarðinn

Þriðjudaginn 4.júní fara konur 46 ára og eldri í Grasagarðinn. Hittumst við aðalinnganginn kl.13:15, þar sem starfsmaður garðsins tekur á móti okkur og gefur okkur hálftíma leiðsögn. Á eftir fáum við okkur góðan kaffisopa í Kaffi Flóru. Stólum á sumarblíðu. Skráning í móttöku Ljóssins.