Metsöfnun fagnað með góðgerðarfélögum og fulltrúum Reykjavíkurmaraþons

Á dögunum tóku fulltrúar Ljóssins á móti viðurkenningu fyrir að hafa safnað mest allra góðgerðafélaga í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í ágúst. Alls söfnuðust tæpar 20 mílljónir sem er algjörlega stórfenglegur árangur. Við í Ljósinu erum í skýjunum og full þakklætis öllum þeim sem lögðu verkefninu lið, þessi viðurkenning er til ykkar allra. Hjartans þakkir!

Við sendum okkar bestu hamingjuóskir til Krafts og Gleymérei styrktarfélags og kveðjur til allra góðgerðarfélganna sem tóku þátt og hlökkum til að sjá ykkur öll á næsta ári.

Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, ásamt fulltrúum Krafts og Gleymérei styrktarfélags.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.