Námskeið fyrir aðstandendur krabbabeinsgreinda 20 ára og eldri
Um er að ræða 6 vikna námskeið þar sem skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm. Námskeiðið er samsett af umræðum, fræðslu og léttum slökunaræfingum. Mikilvægt er að skapa traust og tryggja trúnað til að þátttakendur geti óhindrað tjáð sig um það sem liggur á þeim. Það er líka lögð áhersla á það að hlæja og hafa það skemmtilegt á námskeiðinu.
Tímarnir eru sambland af fræðslu og umræðum. Stuttar slökunaræfingar í lokin.
Það sem er tekið fyrir á námskeiðinu er eftirfarand:
-
Kynning, markmið og væntingar
-
Áföll og sorgarferli
-
Virk hlustun, tjáning og samskipti
-
Reynslusaga sjúklings
-
Streita og stuðningur
-
Áhrif hugsana á líðan
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.