Gjöf frá góðu fólki

Í dag færðu aðstandendur Evu Örnólfsdóttur Ljósinu að gjöf tvær over-lock saumavélar, kvengínu, straujárn og ermastraubretti auk fleiri verkfæra til nota í saumahorninu okkar, í minningu Evu.

Eva sótti mikla fræðslu, afþreyingu og hreyfingu til okkar en þótti hvað skemmtilegast að mæta á saumanámskeiðin enda mikil hannyrðakona allt sitt líf. Það er von þeirra að með gjöfinni geti enn fleiri ljósberar notið hannyrðastarfsins til að stytta stundi, rækta hugann og bæta líðan.

Að auki færði maður hennar, Ragnar Jónasson, okkur 100.000 krónur til annarar starfsemi Ljóssins en gjöfin er að hluta til peningar sem Eva fékk í tilefni 70 ára afmælis síns.

Við í Ljósinu sendum auðmjúk okkar allra björtustu þakkarkveðjur til allra ættingja og vina Evu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.