Gleðilegt innlit í Ljósið

Bessi, Ása Kristín og Katla
Bessi, Ása Kristín og Katla

Nú í lok janúar færði Bessi Gíslason Ljósinu rausnarlega peningaupphæð til minningar um eiginkonu sína Unu Þóru Steinþórsdóttur.
Una, sem lést í desember 2017, var yndisleg kona sem sótti margvíslega þjónustu í Ljósið en tilefni gjafarinnar var 70 ára afmæli Bessa þar sem hann lét allar peningagjafir renna að fullu í endurhæfinguna hjá okkur.

Með honum í för voru tvö af barnabörnum hans, Ása Kristín og Katla.

Við sendum okkar dýpstu þakkir fyrir gjöfina sem mun sannarlega koma að góðum notum.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.