Gjöf til Ljóssins

Margt smátt gerir eitt stórt!

Í gegnum árin hefur Fjalar Hauksson fundið hversu miklu máli starf Ljóssins skiptir en móðir hans, Hrefna Sigurðardóttir, hefur sótt margvíslega þjónustu til okkar á Langholtsveginn. Í ár fagnaði Fjalar fertugsafmæli sínu og ákvað að því tilefni að afþakka allar gjafir og fá vini og vandamenn frekar til þess að gefa til starfs Ljóssins.

Í vikunni komu Fjalar ásamt Hrefnu og syni sínum til okkar og afhentu Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins, yfir 300.000 krónur.

Við sendum okkar bestu þakkir til Fjalars og alls hans góða fólks.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.