Heilsuefling í þínum höndum

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur fái verkfæri til að efla eigin getu til að takast á við streitu sem fylgir oft lífsreynslunni við að greinast með krabbamein. Fræðslan byggir á aðferðum sem rannsóknir sýna að beri árangur í að draga úr streitu, kvíða og/eða depurð ásamt því að viðhalda og auka vellíðan. Aðferðir eins og þjálfun styrkleika, núvitundar, samkennd og þakklæti.

Þátttakendur námskeiðisins fá handbók um heilsueflingu. Höfundur bókarinnar er jafnframt leiðbeinandinn námskeiðsins, Sigrún Þóra Sveinsdóttir. Hún hefur sjálf reynslu af því að greinast með brjóstakrabbamein.

Námskeiðið skiptist í eftirfarandi þætti:

1. tími.  Kynning, fræðsla um streitu og þjálfun styrkleika.
2. tími. Þjálfun núvitundar
3. tími. Samkennd gagnvart sjálfum sér
4. tími. Þakklæti, skrif og markmiðasetning

Nýtt námskeið hefst  13. janúar

Mánudagar  kl. 13:00-15:00

4 skipti

Umsjón: Sigrún Þóra Sveinsdóttir klínískur sálfræðingur með sérmenntun í sálfræði á bakvið heilsueflingu.

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770