Ný þematengd fræðsla í Ljósinu

Í haust bjóðum við uppá nýjan stafrænan dagskrárlið í Ljósinu.

Fræðslufundirnir fara fram á ZOOM, og hentar sérstaklega vel þeim sem ekki hafa tök á að sækja Ljósið heim. Fræðslan hentar bæði þeim sem eru að hefja endurhæfingu og þeim sem eru lengra komnir í ferlinu

Í hverjum mánuði verður að finna nýtt þema en í september er yfirskriftið Lífstílll og vellíðan og verða umfjöllunarefni fræðslunnar eftirfarandi:

1. september – Svefn og öndun, Eydís Helga Garðarsdóttir iðjuþjálfi.

Á þessum fyrirlestri verður farið yfir mikilvægi svefns, svefnrútínu og hvernig svefn og rétt öndun getur auðveldað okkur framkvæmd daglegra athafna.

8. september – Næring og vellíðan, Elísabet Heiður Jóhannesdóttir næringarfræðingur

Fjallað um hvernig við getum nýtt næringu til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl auk þess að bæta líkamlega og andlega vellíðan.

15. september – Láttu þér líða vel, Elín Kristín sálfræðngur

Bjargráð og aðferðir til að auka vellíðan þrátt fyrir heilsufarslegar áskoranir.

22. september – Bandvefslosun, Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari

Bandvefslosun hjálpar til við að losa um spennu í vöðvum og eykur teygjanleika bandvefsins sem umlykja alla vöðva líkamans. Sjálfsnudd með nuddbolta getur mýkt stífa vöðva, aukið liðleika og vellíðan.

Smelltu hér til að lesa meira og finna skráningarhlekk.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.