Nýrri Ljósavinaherferð hrint úr vör

Í dag hrintum við af stað nýrri og glæsilegri Ljósavinaherferð. Heiti herferðarinnar lífið í nýju ljósi vísar í það þegar veruleika fólks er snúið á hvolf, þá eru það hversdagslegu hlutirnir sem margir sakna. Það má því segja að einstaklingar sem greinast með krabbamein sjái lífið í nýju ljósi.

Frú Eliza Reid er verndari herferðarinnar og ýtti henni úr vör í notalegum viðburði í húsnæði Ljóssins. Húsfyllir var í Ljósinu á frumsýningunni og erum við afar þakklát fyrir allt það góða fólk sem kom og sýndi okkur stuðning með nærveru sinni. Tónlistarkonan Una Torfa koma og söng nokkur lög við tilefnið.

Markmið verkefnisins er að eignast enn fleiri mánaðarlega vini til að styðja við starf Ljóssins. Þörfin er sannarlega til staðar enda húsakostur Ljóssins orðinn afar þétt setinn. Til að gerast ljósavinur ferðu á síðuna www.ljosid.is/ljosavinur

Hér að neðan má sjá burðarmyndband herferðarinnar.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.