Ljósavinaleikur fyrir þjónustuþega Ljóssins

Kæru vinir,

Í gær hrintum við af stað Ljósavinaherferð með það að markmiði að stækka hóp Ljósavina svo að við getum áfram tryggt endurgjaldslausa endurhæfingu krabbameinsgreindra í Ljósinu.

Við vonum að þið séuð öll nú þegar búin að skrá ykkur sem Ljósavini en ef ekki þá er það gert í nokkrum einföldum skrefum á vefnum okkar hér. Ef ykkur vantar hjálp erum við einnig alltaf boðin og búin.

Svona merkir fólk þig inn í lukkupottinn

Á næstu þremur vikum ætlum við að setja í loftið smá leik fyrir þjónustuþega Ljóssins. Til að taka þátt í leiknum hnippir þú í tvo vini eða vandamenn og segir þeim frá starfinu. Ef tveir skrá sig og merkja þitt nafn í athugasemd við skráningu dettur þú í pottinn og gætir unnið verðlaun. Fyrsti útrdráttur fer fram þriðjudaginn 13.september og næstu tvo þriðjudaga á eftir. Vinningarnir eru af ýmsum toga og eru fleiri en einn dregnir út að hverju sinni.

Leggjumst öll á eitt, höfum gaman og tryggjum saman endurgjaldslausa endurhæfingu í Ljósinu.

Kærleikskveðja,
Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.