Pastaveisla mánudaginn 15.ágúst

Að venju blásum við til pastaveislu fyrir Reykjavíkurmaraþon. Við bjóðum hlaupurum Ljóssins að koma í heimsókn til okkar á Langholtsveg 43 mánudaginn 15.ágúst kl:17.00. 

Við byrjum hittinginn á að hlusta á léttan fyrirlestur og hlaupa pepp, en hann Snorri Björnsson langhlaupari, ljósmyndari og podcastari ætlar að koma okkar fólki í réttan gír fyrir hlaupið.

Hún Daiva okkar dásamlega matselja ætlar að matreiða hollt og gómsætt pasta fyrir okkur sem gefur góða orku inn í hlaupafasann.

Afhending Ljósabola til hlaupara fer einnig fram þetta síðdegi.

Sjáumst!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.