Fréttir

9
apr
2023

Gleðilega páska

Gleðilega páska kæru vinir. Við í Ljósinu óskum ykkur yndislegra stunda í páskafríinu.Ljósið opnar aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 11.apríl. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins

5
apr
2023

Páskalokun í Ljósinu

Kæru vinir, Páskalokun í Ljósinu verður frá  6.- 11.apríl. Við óskum ykkur öllum góðra og gleðilegra páska. Páskakveðja, Starfsfólk Ljóssins

30
mar
2023

Fræðsla þjálfara og kynning frá Eirberg

Fimmtudaginn 27.apríl kl.13:00 verður fræðsla frá þjálfunum Ljóssins ásamt kynningu á stuðningsvörum frá Eirberg. Er þetta fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð á brjósti. Viðburðurinn hefst á fræðslu, síðan verður vörukynningin. Meðal þess sem fjallað verður um: • Gervibrjóst • Brjóstahaldara • Sundfatnað • Stuðningsermar • Ofl.

27
mar
2023

Ljósinu færðar spjaldtölvur að gjöf

Rafmennt, þekkingarfyrirtæki kom færandi hendi og færði Ljósinu fimm spjaldtölvur og hulstur að gjöf. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri og skólameistari heimsótti okkur með þessa góðu gjöf. Erum við þeim afskaplega þakklát og sannarlega eiga spjaldtölvurnar eftir að koma sér vel í starfsemi Ljóssins.

21
mar
2023

Þegar skelin hverfur – Áskoranir blöðruhálskrabbameins

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karlmanna á Íslandi. Yfirleitt eru þessi krabbamein hægvaxandi og þeim sem greinast gefst oftar en ekki tækifæri til að ræða næstu skref og mögulegar leiðir við lækni áður en þeir ákveða hvað gera skuli. Þeir geta líka leitað til þeirra sem hafa verið í sambærilegum sporum, til dæmis með því að hafa samband við

Lesa meira

16
mar
2023

Starfsfólk L’Occitane á Íslandi færði Ljósinu styrk

Það var mikil gleði í Ljósinu fyrr í vikunni þegar starfsfólk L’Occitane en Provence færði Ljósinu afrakstur styrktarverkefnis sem fram fór í upphafi árs. Alls söfnuðust 150.000 krónur við sölu á handáburði og fótakremi sem klædd höfðu verið í sérhannaðar ullarstúkur. Stúkurnar voru handprjónaðar af einstaklingum sótt hafa endurhæfingu í Ljósið og fulltrúum frá L’Occitane.  Það var Kristjana Björk Traustadóttir

Lesa meira

15
mar
2023

Kiwanisklúbburinn Hekla færði Ljósinu rausnarlega gjöf

Síðdegis í dag fengum við góða gesti í Ljósið þegar fulltrúar Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og færðu Ljósinu 300.000 króna styrk í endurhæfingarstarfið. Kiwanisklúbburinn Hekla er elsti Kiwanisklúbbur landsins og hefur frá upphafi Ljóssins verið dyggur stuðningsaðili. Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem stóðu að söfnuninni. Það voru Ingólfur Friðgeirsson, Sighvatur Halldórsson, Garðar Hinriksson og Ólafur G.

Lesa meira

13
mar
2023

Er Ljósið ekki að birtast á þínu skattframtali?

Kæru vinir, Í síðustu viku greindum við ykkur frá því að einhverjir Ljósavinir væru að lenda í því að styrktarupphæð væri ekki að birtast á skattskýrslum þeirra. Leiðréttinging er komin í gegn en samkvæmt ráðleggingum frá Deloitte biðjum við alla sem eru enn ekki að sjá Ljósið í sinni skýrslu að bæta við eftirfarandi athugasemd í sitt framtal: Vantar almannaheillastyrk

Lesa meira

7
mar
2023

Hnökrar varðandi skattskýrslur einstaklinga

Kæru vinir, Nú er sá tími ársins sem einstaklingar eru að vinna í að skila skattskýrslunum sínum. Það er sannarlega ánægjulegt að okkar góðu styrktaraðilar geti sótt skattafrádrátt ef um er að ræða árlegar greiðslur yfir tíu þúsund krónur. Við höfum því miður lent í kerfisvillu við flutning á gögnunum okkar til skattsins. Það hafa því einhverjir ekki fengið styrkupphæðina

Lesa meira

17
feb
2023

Leirlistakona Melkorka færði Ljósinu styrk

  Í vikunni kom leirlistakonan Melkorka Matthíasdóttir við hjá okkur á Langholtsveginn og afhenti upphæð sem safnaðist við uppboð á listmun sem var hluta af nýafstaðinni sýningu Melkorku í Listasalnum í Mosfellsbæ.  Framlag Melkorku er þakklætisvottur fyrir þau jákvæðu áhrif sem Ljósið hefur haft á líf Melkorku frá því að hún sótti endurhæfingu til okkar á Ljósið. „Hér er örlítill

Lesa meira