Fréttir

7
sep
2020

Golfmót Ljóssins 2020 gekk vel

Í síðustu viku stóð Golfklúbbur Kiðjabergs fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Alls tóku 14 karlmenn þátt og var stemningin góð og allir skemmtu sér vel. Klúbburinn bauð öllum í golf ásamt því að bjóða upp á heita súpu og brauð áður en haldið var út á völlinn í golfbílum. Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta sæti og nándarverðlaun á

Lesa meira

3
sep
2020

6,3 milljónir söfnuðust fyrir Ljósið

En sú gleði! Í síðustu viku lauk áheitasöfnun á vegum Ekki-Reykjavíkurmaraþonsins eins og við í Ljósinu köllum viðburðinn í ár. Þrátt fyrir að maraþonið hafi ekki farið fram í ár fór stór hópur af hlaupagörpum um víðan völl og safnaði áheitum hjá sínu fólki fyrir Ljósið. Niðurstaða söfnunarinnar var tilkynnt í gær og fengum við þær gleðifréttir að heilar 6,3

Lesa meira

28
ágú
2020

Ljósið semur um fjarheilbrigðisþjónustu

Í dag, föstudaginn 28. ágúst, var stigið mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra á landsbyggðinni, með undirritun samnings samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis við Ljósið um fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. Þau sem greinast með krabbamein og eru búsett á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu Ljóssins, enda er hún eins og

Lesa meira

27
ágú
2020

Fólkið hennar Höbbu fjölmennti á laugardag

Fjölskylda og vinir Hrafnhildar Garðarsdóttur fjölmenntu í Hafnarfjörð síðastliðinn laugardag og gengu saman skemmtilega leið um Ástjörn í tveimur hópum. Fyrri hópurinn gekk lengri leið með Jónatani Garðarsyni sem leiðsagði af stakrí prýði en hann býr yfir mikilli þekkingu á þessu svæði. Seinni hópurinn gekk göngustíg hringinn í kringum Ástjörnina – þessi leið er mjög skemmtileg mikil nátturúfegurð og mikið

Lesa meira

27
ágú
2020

Golfvöllurinn á Kiðjabergi býður karlmönnum í Ljósinu á golfmót

Fimmtudaginn 3. september klukkan 15:00 stendur golfvöllurinn á Kiðjabergi fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Mótið er opið öllum, sama hvaða færni þeir búa yfir í íþróttinni, en spilað verður tveggja eða fjögurra manna Texas fyrirkomulag sem hentar öllum reynslustigum. Mótið er ókeypis og þeir sem ekki eiga kylfur geta fengið lánað hjá golfklúbbnum að kostnaðarlausu. Áður en haldið verður út á

Lesa meira

26
ágú
2020

Líkamleg endurhæfing – Dagskrá haustsins

Haustdagskrá Ljóssins 2020 er nú að taka á sig mynd. Sökum fjöldatakmarkana breytum við fyrirkomulagi í æfingasal inn í haustið. Frá og með 3. september bjóðum við upp á 20 tíma í tækjasal yfir vikuna. Líkt og verið hefur þurfa allir að bóka sig í tíma og getur hver einstaklingur bókað tvo tíma í viku. Allir aldursskiptir tímar hverfa því

Lesa meira

26
ágú
2020

Lokað í Ljósinu 1. og 2. september vegna starfsdaga

Lokað verður í Ljósinu þriðjudaginn 1. september og miðvikudaginn 2. september vegna starfsdaga starfsfólks. Við opnum aftur fimmtudaginn 3. september og mun ný stundaskrá þá taka gildi. Athugið að leirnámskeið hefjast þó ekki fyrr en í vikunni 7.-11. september. Við minnum á að hægt er að leita upplýsinga um starfsemina hér á heimasíðunni og jafnframt er hægt að panta minningarkort.

Lesa meira

25
ágú
2020

Grímur nú skylda í Ljósinu

Til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19 biðjum við alla sem erindi eiga í Ljósið að setja upp grímu þegar komið er í húsakynni okkar. Verið er að leggja grunninn að fyrirkomulagi í viðtölum og skoða með hvaða móti hægt sé að bjóða upp á viðtöl án gríma. Einnota grímur eru í afgreiðslu Ljóssins og í þjálfunarsal. Að

Lesa meira

20
ágú
2020

Finni fagnaði 90 árum og færði Ljósinu rúmar 350 þúsund krónur

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn í Ljósið þegar Sigurfinnur Jónsson frá Sauðárkróki leit við ásamt fjölskyldu sinni, og færði Ljósinu rúmar 350 þúsund krónur að gjöf. Í lok árs 2016 greindist dóttir Sigurfinns, Elsa Sigurfinnsdóttir, með krabbamein og hefur síðan þá sótt endurhæfingu í Ljósið. Í þakkarskyni fyrir alla þá þjónustu sem Elsa hefur sótt á Langholtsveginn valdi Finni,

Lesa meira

18
ágú
2020

Sundþjálfun á Grensás hefst 1. september

Haustið nálgast og að öllu óbreyttu hefst sundþjálfun í Grensáslaug aftur 1. september. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá 15:00 til 15:30. Nauðsynlegt er að bóka tíma í síma 543-9319 og hefjast tímabókanir 31. ágúst.