Grunnfræðsla fyrir landsbyggðina hefst miðvikudaginn 2. febrúar

Nú styttist í að grunnfræðslan fyrir landsbyggðina hefjist, námskeiðið hefst 2. febrúar næstkomandi og fer fram alla miðvikudaga frá kl.13:00-15:00 – á ZOOM.

Umsjón með námskeiðinu hefur Unnur María Þorvarðardóttir deildarstjóri landsbyggðardeildar Ljóssins. 

Markmið námskeiðsins er að veita fræðslu og kynna bjargráð sem geta gagnast í kjölfar krabbameinsgreiningar. Auk þess að skapa vettvang fyrir umræður meðal jafningja. 

 

Hér að neðan má sjá dagskrána:

2. febrúar:

Endurhæfing eftir eigin höfði, Unnur María Þorvarðardóttir iðjuþjálfi

9. febrúar:

Hreyfing og lykill að vellíðan, Gyða Rán Árnadóttir sjúkraþjálfari

16. febrúar:

Fjölskyldan, áhrif og áskoranir, Björgvin Heiðarr Björgvinsson félagsráðgjafi og nemi í fjölskyldumeðferðarráðgjöf

23. febrúar:

Fræðsla f. karlmenn: Kátir voru karlar, Matti Ósvald markþjálfi

Fræðsla f. konur: Samskipti, tilfinningar og kynlíf, Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur

2. mars:

Fræðsla f. konur: Framtíðarsýn þegar framrúðan er í móðu, Ingibjörg Kristín Ferdinandsdóttir markþjálfi

Fræðsla f. karlmenn: Samskipti, tilfinningar og kynlíf, Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur

9. mars:

Fyrri hluti: Kynning á úrræðum víða um land, Jenný Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Krabbmeinsfélagi Akureyrar.

Seinni hluti: Samantekt og umræður, Unnur María Þorvarðardóttir iðjuþjálfi

 

Við hvetjum áhugasama til að skrá sig með því hringja í s: 561-3770 eða senda tölvupóst á unnurmaria@ljosid.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.