Að eiga mömmu eða pabba með krabba

Þegar Valdimar Högni Róbertsson 8.ára fékk þær fréttir að pabbi hans hefði greinst með krabbamein, fékk hann þá hugmynd að gera hlaðvarpsþátt til þess að fræða sig og og aðra unga aðstandendur um sjúkdóminn og afleiðingar hans. Í hlaðvarpinu sem ber heitið Að eiga mömmu eða pabba með krabba býður hann til sín góðum gestum, bæði fagaðilum, aðstandendum og öðrum sem málið er skylt. Virkilega flott framtak hjá þessum unga og framtakssama manni.

Valdimar Högni bauð iðjuþjálfanum og fjölskyldumeðferðarfræðingnum Helgu Jónu Sigurðardóttir sem starfar í Ljósinu í hljóðverið til sín. En Helga Jóna heldur utan um barna og fjölskyldustarf Ljóssins. Hann var forvitinn að heyra hvernig starfsemi Ljóssins er háttað og hvort börn jafnt sem fullorðnir væru velkomin sem aðstandendur krabbameinsgreindra. Virkilega skemmtilegt og fróðlegt spjall.

Við mælum sannarlega með því að hlusta á hlaðvarpið hér 

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.