Breytingar á námskeiðum vegna Covid

Kæru vinir,

Í kjölfar breyttra sóttvarnarreglna, hefur aðgengi að húsum Ljóssins  verið takmarkað og því er aðeins opið fyrir þá sem eiga pantaða tíma. Einnig höfum við fært ýmis námskeið á Zoom eða frestað þeim fram í febrúar.

 

Breytingar hafa orðið á eftirfarandi námskeiðum:

Grunnfræðsla fyrir konur hefur verið flutt á Zoom. Salurinn er opinn fyrir þá sem ekki geta nýtt sér Zoom en aðeins í samráði við umsjónarmenn.

Þrautseigja og innri styrkur sem byrjaði í síðustu viku verður nú eingöngu á Zoom.

Aðstandendanámskeið fullorðinna sem byrjar 20. janúar verður eingöngu á Zoom.

Grunnfræðsla karla sem átti að hefjast 18. janúar frestast og hefst 8. febrúar.

Barnanámskeið sem átti að byrja 19. janúar frestast og hefst 9. febrúar.

 

Við þökkum ykkur innilega fyrir jákvæðni og gott samstarf í sóttvörnum og þeim höftum sem við höfum verið að vinna með.

 

kær kveðja

Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.