Skráning á hlaupastyrk.is hefst í dag!

Í dag geta allir þeir sem ætla að hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka skráð sig á Hlaupastyrkur.is

Áheitasöfnun í gegnum maraþonið hefur verið mikilvæg tekjuöflun fyrir starfsemi Ljóssins en söfnunarleiðin hefur til að mynda gert okkur kleift að fella niður allan kostnað krabbameinsgreindra við líkamsrækt, námskeið, fræðslu og margt annað. Árið 2019 setti Ljósið, ásamt 180 öðrum góðgerðarfélögum, áheitamet og hafa þeir fjármunir sem söfnuðust farið nærri að fullu í að standsetja glæsilegt nýtt hús sem komið var fyrir á lóð okkar.

Framundan eru mörg stór verkefni sem við vonum að við náum að hrinda af stað með söfnuninni í ár.

Við bendum líka öllum þeim sem eiga eftir að skrá sig í hlaupið að 20% afsláttur er af skráningu út maí.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.