Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir Ljósið

Það var mikil gleði í húsi í gær þegar forsvarsmenn Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og afhentu Ljósinu 200.000 króna styrk.

Upphæðinni verður varið í glænýtt æfingarhjól sem notað verður við mælingar  líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu.

Við erum sannarlega þakklát fyrir þennan góða stuðning Kiwanisklúbbsins sem hefur verið dyggur stuðningsaðili Ljóssins í gegnum árin.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.