Í næstu viku halda þjálfarar Ljóssins til Kaupmannahafnar á ráðstefnu í líkamlegri endurhæfingu krabbameinsgreindra. Næstkomandi föstudag, 23. september, mun tækjasalur Ljóssins því loka klukkan 13:00. Tækjasalur Ljóssins verður opinn mánudaginn 26. september milli kl. 9:00-12:00 og 13:00-14:00. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag falla allir hóptímar niður, en jóga og slökun verður á miðvikudag. Allir tímar byrja aftur samkvæmt stundaskrá frá
Ljósið og körfuknattleiksfélag Álftaness hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér kynningu á starfsemi Ljóssins í gegnum körfuboltastarf félagsins. Markmiðið með samstarfinu er að auka vitund um starfsemi Ljóssins og fjölga þeim sem styðja við bakið á því. Í þessu skyni mun lið Álftaness spila í búningum merktum Ljósinu og auka sýnileika Ljóssins í tengslum við viðburði félagsins. Þá mun
Kæru vinir, Vinir okkar hjá Hér og nú markaðsstofu, ásamt Blóðbankanum, leita nú til okkar í Ljósinu með von um að finna góðar sögur af farsælum blóðgjöfum. Markmið þeirra er að miðla til þjóðarinnar mikilvægi þes að þeir sem geta gefi blóð með reglulegu millibili. Því langar okkur að spyrja hvort þið lumið á slíkum sögum og mynduð vilja setjast
Okkar fremsti knapi og íþróttamaður, Árni Björn Pálsson, leit við í Ljósinu í dag og afhenti Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins, 1.130.000 krónur. Upphæðin er sigurlaun Árna Björns úr einstaklings- og liðakeppni mótaraðar Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum 2022. Vildi Árni Björn með þessu framtaki sínu minnast móður sinnar, Hrafnhildar Árnadóttur, sem lést úr krabbameini árið 2018. Með Árna Birni í för
Kæru vinir, Í gær hrintum við af stað Ljósavinaherferð með það að markmiði að stækka hóp Ljósavina svo að við getum áfram tryggt endurgjaldslausa endurhæfingu krabbameinsgreindra í Ljósinu. Við vonum að þið séuð öll nú þegar búin að skrá ykkur sem Ljósavini en ef ekki þá er það gert í nokkrum einföldum skrefum á vefnum okkar hér. Ef ykkur vantar
Í dag hrintum við af stað nýrri og glæsilegri Ljósavinaherferð. Heiti herferðarinnar lífið í nýju ljósi vísar í það þegar veruleika fólks er snúið á hvolf, þá eru það hversdagslegu hlutirnir sem margir sakna. Það má því segja að einstaklingar sem greinast með krabbamein sjái lífið í nýju ljósi. Frú Eliza Reid er verndari herferðarinnar og ýtti henni úr vör
Í haust bjóðum við uppá nýjan stafrænan dagskrárlið í Ljósinu. Fræðslufundirnir fara fram á ZOOM, og hentar sérstaklega vel þeim sem ekki hafa tök á að sækja Ljósið heim. Fræðslan hentar bæði þeim sem eru að hefja endurhæfingu og þeim sem eru lengra komnir í ferlinu Í hverjum mánuði verður að finna nýtt þema en í september er yfirskriftið Lífstílll
Haustvindarnir blása í Ljósinu líkt og annarsstaðar á landinu og nú er stundaskráin komin í septemberbúning. Dagskráin framundan er stútfull af námskeiðum, fræðslu, handverki, hópum og hreyfingu. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrárliðina á vefnum okkar. Einnig bendum við á þá nýjung að rafræn skráning er í boði fyrir suma dagskrárliði Ljóssins. Hér getur þú skoðað stundaskrá Ljóssins
Vissir þú að þú getur gengið 3 kílómetra eða 1,7 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni og safnað áheitum fyrir Ljósið? Skemmtiskokkið hentar öllum aldurshópum og algengt er að fjölskyldur og vinahópar hlaupi saman. Hægt er að velja 3 km og 1,7 km og leiðin er í hjarta miðborgarinnar: Skráning fer fram hér! Við hvetjum alla, sama hvort þau séu í hlaupaformi eða
Það má segja að undanfarin misseri hafi komið upp sannkallað hundaæði í starfsmannahóp Ljóssins. Umræður við kaffivélina og í hádegismatnum snúast nú hjá mörgum um allt það sem við kemur besta vin mannsins, og því er við því að búast að þjónustuþegar detti í samtal við okkur um allt frá gönguleiðum og í stefnur í hundauppeldi. Okkur fannst því kjörið