Solla

30
jan
2023

Samtalið heim fellur niður seinni partinn

Heil og sæl kæru vinir, Því miður fellur fræðsla dagsins í fræðsluröðinni Samtalið heim, niður í dag. Næsta fræðsla verður mánudaginn 27. febrúar en þá mun Elín Kristín, sálfræðiráðgjafi fjalla um erfiðar hugsanir, streitu og bjargráð. Hægt er að lesa meira og skrá sig hér.

30
jan
2023

Leirlistakonan Melkorka býður upp einstakan mun til styrkar Ljósinu

Í dag hefst uppboð á fallegum handmótuðum kuðungsvasa úr smiðju leirlistakonunnar Melkorku Matthíasdóttur en hluti af upphæðinni sem safnast rennur til Ljóssins. Melkorka vill að Ljósið njóti hluta upphæðarinnar en leirnum kynntist Melkorka fyrir alvöru þegar hún sat námskeið í Ljósinu eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir 6 árum. „Þessi kuðungsvasi sameinar margt í mínu lífi. Ammonítinn (steingervingur) vísar

Lesa meira

24
jan
2023

Þarftu að afbóka tíma? Endilega sendu okkur línu

Kæru vinir, Við hvetjum alla sem þurfa nauðsynlega að afbóka tíma í líkamlegri endurhæfingu að senda póst á netfangið mottaka@ljosid.is. Með þessu viljum við tryggja að allar afbókanir berist þar sem mikið álag hefur verið á símakerfi Ljóssins. Hver tími er dýrmætur og mikilvægt að við getum fyllt upp í þá tíma sem losna. Aðrar almennar fyrirspurnir berist á ljosid@ljosid.is

23
jan
2023

Ungir karlmenn í tækjasal og mat næsta fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag, 26. janúar klukkan 11:00, ætla karlmenn á aldrinum 16-45 að hittast í hópatíma í tækjasal Ljóssins. Í kjölfarið býður Ljósið hópnum í hádegismat í Grænasal. Vonum að við sjáum ykkur sem flesta. Bkv, Stefán og Mark

20
jan
2023

Breyting á verðskrá Ljóssins

Kæru vinir, Næstu mánaðarmót verður breyting á verðskrá Ljóssins. Frá upphafi höfum við lagt höfuð áhersla á að halda verðum í lágmarki og erum stolt af því að bjóða þjónustuþegum viðtöl við fagaðila, fræðslunámskeið og líkamlega endurhæfingu endurgjaldslaust. Samhliða hækkun á verði á aðföngum og auknum launakostnaði í samfélaginu sjáum við okkur knúin til að hækka lítillega þá þjónustuliði sem

Lesa meira

2
jan
2023

Ljósið lokað 2.- 4. janúar vegna starfsdaga

Gleðilegt ár kæru vinir, Að vanda hefjum við nýja árið með skipulags- og starfsdögum, og er Ljósið því lokað 2. – 4. janúar. Við opnum aftur 5.janúar. Nýárskveðjur frá starfsfólki Ljóssins

10
nóv
2022

Betra skipulag og bætt líðan með Virpi Jokinen

Miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 14:00 mun Virpi Jokinen, fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. Professional Organizer) hér á landi, halda erindi í Ljósinu. Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður sem hafa oft í för með sér ofgnótt af hlutum. Og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd. Skipulagsleysi getur endurspeglast

Lesa meira

11
okt
2022

Áslaug kynfræðingur fræðir pör um samskipti og kynlíf

Mánudaginn 7. nóvember næstkomandi klukkan 16:30 mun Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur vera með fræðsluerindi fyrir pör um samskipti, kynlíf og nánd. Veikindi geta aukið álag í samskiptum við maka. Gagnkvæmur stuðningur í parsambandi er reglulega dýrmætur og því er mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum og tengslum í parsambandinu. Fyrirlesturinn fer fram í Ljósinu og er skráning hafin hér.

11
okt
2022

Gjöf til minningar um dóttur góðs vinar

Fyrrum félagar úr Bjartri Framtíð færðu Ljósinu einnar milljón króna gjöf. Með framlagi þessu vilja þau minnast Elvu Gestsdóttur sem lést nýverið eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Við sendum okkar hlýjustu þakkir fyrir styrkinn og einlægar samúðarkveðjur til allra aðstandenda.

10
okt
2022

Við hringjum og leitum að Ljósavinum

Kæru vinir, Í dag hefjast úthringingar þar sem fólki er boðið að gerast Ljósavinur. Okkur þætti vænt um ef þið takið vel á móti því góða fólki sem hringir fyrir hönd Ljóssins. Njótið dagsins.