Fyrrum meðlimir Pólýfónkórsins færa Ljósinu styrk

Í morgun fengum við góða gesti þegar fulltrúar Pólýfónfélagsins og fyrrum kórsystkini í Pólýfónkórnum færðu Ljósinu styrk. Upphæðin safnaðist í kjölfar söfnunar sem Guðmundur Guðbrandsson efndi til meðal fyrrum kórmeðlima í tilefni 100 afmælis Ingólfs Guðbrandssonar.

Frá efstu röð til vinstri: Rúnar Einarsson, Erna Magnúsdóttir, Kristján Lár Sigurjónssons, Guðmundur Guðbrandssons og Edda Magnúsdóttir

Ingólfur Guðbrandsson var, eins og margir vita, kórstjóri og driffjöður Pólýfónkórsins í áratugi. Hann hefði orðið 100 ára nú í mars og hafa því meðlimir Pólýfónfélagsins staðið fyrir viðburðum eins og þeim sem nú fer fram á Þjóðarbókhlöðunni, þar sem berja má líf og tónlistarstarf Ingólfs augum. Með söfnuninni vildu þau færa það þakklæti sem þau finna til alls þess sem Ingólfur Guðbrandsson færði þeim í gegnum sitt mikla starf, til Ljóssins sem færir svo mörgum birtu á sínum erfiðustu tímum.

Við sendum öllum fyrrum meðlimum Pólýfónkórsins sem lögðu söfnuninni lið sem og núverandi meðlimum Pólýfónfélagsins okkar bestu þakkir.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.