Myndasyrpa – Fjölskylduganga Ljóssins 2023

Það má með sanni segja að gleðin hafi verið við völd í árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins í síðustu viku þegar flottur hópur þjónustuþega, aðstandenda og velgjörðarfólks Ljóssins gekk saman í kringum Hvaleyrarvatn.

Andlitsmálning barnanna mætti á svæðið og skreytti unga sem aldna, þjálfarateymið stýrði upphitun og starfsfólk Ljóssins passaði upp á að allir færu á sínum hraða, og að göngu lokinni nutum við veitinga í boði góðra vina.

Við sendum sérstakar þakkir til Myllunnar, Dagnýjar og co og Ölgerðarinnar. og auðvitað til allra sem tóku þátt í þessum hressandi degi með okkur.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.