Solla

18
maí
2022

Hlaupahópur hittist miðvikudaginn 25. maí

Eftir virkilega velheppnaða pop-up hlaupaæfingu í síðustu viku var ákveðið að bæta við annarri æfingu miðvikudaginn 25. maí. Hópurinn hittist klukkan 16:00 við æfingarsal Ljóssins og tekur æfingin um klukkustund. Við hvetjum alla, og sér í lagi þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir Ljóssins hönd í ágúst, að reima á sig skóna. Það er Guðrún Erla,

Lesa meira

18
maí
2022

Stafgöngukennsla samhliða gönguhóp Ljóssins

Heil og sæl kæru vinir, Næstu vikurnar ætlum við að brjóta aðeins upp formið á gönguhópnum og bjóða einnig upp á stafgöngu fyrir áhugasama. Stafaganga er ganga með sérhannaða stafi og er áhrifarík leið til heilsuræktar sem hentar fólki á öllum aldri, óháð kyni eða líkamlegu ástandi. Stafaganga á rætur sínar að rekja til Finnlands en þegar snjó tók upp

Lesa meira

8
maí
2022

Pop-up hlaupaæfing mánudaginn 16. maí

Fyrsta hlaupaæfing sumarsins verður mánudaginn 16. maí klukkan 16:00. Hópurinn hittist við tækjasalinn og haldið verður niður í Laugardalinn. Allir sem stefna á Reykjavíkurmaraþon velkomnir, hvort sem þeir ætla að ganga, skokka eða hlaupa. Það er Guðrún Erla, íþróttafræðingur og hlaupagarpur, sem leiðir kennsluna. Hlökkum til að sjá ykkur!

3
maí
2022

Stafagöngukennsla 10. maí

Þriðjudaginn 10. maí klukkan 10:30  verður boðið upp á stafagöngukennslu í Ljósinu. Guðrún Erla íþróttafræðingur leiðir kennsluna og verða göngustafir til láns fyrir þá sem ekki eiga. Stafaganga er ganga með sérhannaða stafi og er áhrifarík leið til heilsuræktar sem hentar fólki á öllum aldri, óháð kyni eða líkamlegu ástandi. Stafaganga á rætur sínar að rekja til Finnlands en þegar

Lesa meira

27
apr
2022

Aðalfundur Ljóssins 2022

Aðalfundur Ljóssins verður haldinn miðvikudaginn 11. maí næstkomandi klukkan 16:30 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins

27
apr
2022

Greiðslur í heimabanka – Takk fyrir að vera Ljósavinur

Kæru Ljósavinir, Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan. Mánaðarlega sækja tæplega 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi

Lesa meira

26
apr
2022

Flughnýtingar og flugukast

Í maí bjóðum við upp á spennandi námskeið sem blandar saman kennslu í fluguhnýtingum og kennslu í flugukasti. Við byrjum á að læra að hnýta flugur hjá miklum reynsluboltum fimmtudagana 5. og 12.maí. Þar verður einnig kynnt spennandi nýjung sem ber heitir Reel Recovery og er sérsniðin að karlmönnum með krabbamein. Í kjölfarið verður haldið í Vífilsstaðavatn þar sem kennt

Lesa meira

25
apr
2022

Euro zumba tími í Ljósinu 6. maí

Pop-up Evróvision tími í Zumba verður í tækjasal Ljóssins föstudaginn 6. maí klukkan 12:30. Kennarinn er enginn annar en Flosi Jón Ófeigsson, zumba kennari og Eurovision aðdáandi og fráfarandi formaður FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Við lofum einföldum sporum, stuði og bullandi euro-hressleika. Ekki láta þig vanta. Skráning er hafin í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með

Lesa meira

25
apr
2022

Golfmót fyrir karlmenn í Ljósinu 7. júní

Þriðjudaginn 7. júní stendur golfvöllurinn á Kiðjabergi fyrir golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Mótið er opið öllum sem hafa einhverja reynslu af golfi, en spilað verður tveggja eða fjögurra manna Texas fyrirkomulag sem hentar öllum reynslustigum. Ekkert þátttökugjald er í mótið og þeir sem ekki eiga kylfur geta fengið lánað hjá golfklúbbnum að kostnaðarlausu. Jafnframt býður klúbburinn afnot af golfbílum

Lesa meira

20
apr
2022

Fyrirlestur um líkamlega endurhæfingu eftir aðgerð vegna brjóstakrabbameins

Fræðslufyrirlestur fyrir alla sem hafa undirgengist skurð vegna brjóstakrabbameins eða eru á leið í skurðaðgerð verður haldinn í æfingasal Ljóssins miðvikudaginn 4. maí kl. 14:00. Farið verður yfir helstu fylgikvilla sem geta komið upp eftir aðgerð og hvaða hlutverk hreyfing spilar í lífi einstaklinga eftir aðgerð, einnig verður farið yfir áhrif brjóstakrabbameins á bandvef, eitlakerfi ofl. Fyrirlesarar eru Gyða Rán

Lesa meira