Safnaði veglegri upphæð á sólstöðumóti Lauga til styrktar Ljósinu

Erna Magnúsdóttir tók á móti veglegum styrk í vikunni þegar Guðlaugur Magnússon leit við í Ljósið. Upphæðin safnaðist á Sólstöðumóti Lauga til styrktar Ljósinu sem haldið var fyrr í mánuðinum.

Mótið fór fram á Grafarholtsvelli og rann allur ágóði óskiptur til Ljóssins.

Við þökkum Lauga og öllum þeim styrktaraðilum sem komu að þessu fallega framtaki fyrir stuðninginn.

Myndirnar tala sínu máli, en ljósmyndarinn Tom Georg smellti af þessum skemmtilegu myndum.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.