Boðskort: NETTÓ X LJÓSIÐ

Kæru vinir,

Á morgun, laugardaginn 1.júlí hefst formlega samstarfsmánuður Nettó og Ljóssins. Júlímánuður verður helgaður Ljósinu í Nettó í þessu spennandi samstarfsverkefni. Markmið þess er að vekja athygli á mikilvægi endurhæfingar krabbameinsgreindra og á sama tíma safna fyrir Ljósið.

Komdu og fagnaðu með okkur í nýrri Nettó verslun í Engihjalla. Grill, ís, lukkuhjól og fleira á staðnum. Fulltrúar Ljóssins verða í versluninni frá klukkan 13:00 – 15:00. Hlökkum til að sjá þig.

Kærleikskveðja,
Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.