Árleg fölskylduganga Ljóssins fer fram fimmtudaginn 8. júní.

Þann 8. júní næstkomandi höldum við okkar árlegu fjölskyldugöngu. Við förum á nýjar slóðir í ár, en nú er gengið í kringum Hvaleyrarvatn.

Við hittumst við vestara bílastæði klukkan 11:00. Gangan hefst með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina.
Starfsfólk Ljóssins mun að venju dreifa sér á gönguleiðina og vera til aðstoðar ef þörf er á.

Minnum á að klæða sig eftir veðri, en við trúum því að sjálfsögðu að sólin láti sjá sig.

Athugið að lokað verður í Ljósinu þennan dag.

Við hvetjum ykkur öll til að mæta og eiga góða stund saman. Fjölskyldumeðlimir eru hjartanlega velkomnir með. Við erum orðin spennt fyrir þessum skemmtilega degi og vonumst til að sjá sem flesta.

Smelltu hér til að skrá þig og fá frekari fréttir af viðburðinum á Facebook.

 

 


Þeir sem treysta sér ekki til að ganga eru eindregið hvattir til að mæta og njóta með okkur við vestari enda vatnsins.
Við hvetjum alla þjónustuþega og velgjörðarfólk Ljóssins til að mæta með sitt fólk með sér.
Rétt er að minna á að klæða sig eftir veðri og gott er að hafa drykkjarvatn og göngustafina með.
Vinsamlegast athugið að Ljósið verður lokað þennan dag.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.