Klukk, þú ert’ann – Þátttaka fyrirtækja

Kæru vinir,

Nú höfum við hrint af stað sérstöku átaksverkefni sem miðar að því að safna pening fyrir nýjum húsakynnum fyrir Ljósið.

Verkefnið ber yfirskriftina Klukk, þú ert’ann og er kjarninn í verkefninu fallegt myndband sem minnir okkur á hversu tilviljanakennt það er hverjir munu greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Samhliða birtingu myndbandsins höfum við hrundið af stað svokölluðum klukk-keðjum sem er ætlað að skapa skemmtilega stemningu úti í samfélaginu og safna frekari styrkjum í húsnæðissjóð Ljóssins.

Mörg fyrirtæki hafa haft samband og spurt hvernig þau geta tekið þátt og nálgast efni svo að þau geti hrundið af stað sinni keðju.

Hér fyrir neðan má því finna einfaldar leiðbeiningar.

 

Þátttaka með vefgreiðslu

Einfaldast er að fara á síðuna okkar www.ljosid.is/klukk, velja upphæð að eigin vali, ganga frá greiðslu og deila þaðan á Facebook eða í Story

 

Þátttaka með millifærslu

Einnig er hægt að leggja inn upphæð að eigin vali til Ljóssins (Reikningur: 0101-26-777118 – Kt. 590406-0740 Reikn

Í kjölfarið skal senda staðfestingu á þátttöku á netfangið klukk@ljosid.is – Athugaðu að það er ekki þörf á að taka fram hversu hár styrkurinn er.

Í kjölfarið sendum við ykkur hönnun til að deila.

Athugið að ef ykkar miðlar eru ekki virkir eða reglur eru í gildi um birtingar þar myndum við birta á miðlum Ljóssins að þið væruð að taka þátt. Þá er bara að koma réttri útgáfu af merkinu ykkar (logoinu) til okkar og auðvitað láta okkur vita hvaða fyrirtæki/félag/einstakling þið viljið klukka.

 

Kærar þakkir fyrir stuðninginn.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.