Að finna innri ró

Að finna innri ró

Markmiðið með námskeiðinu er að skapa rými fyrir þátttakendur til að finna innri frið í erfiðum aðstæðum.

Á námskeiðinu verða tengd saman hugleiðsla og aðferðir markþjálfunar, svokallaðar gagnræður. Gagnræður er ákveðið samtalsform þar sem setið er í hring og fá þátttakendur tækifæri til að hlusta á eigið innsæi, tjá hugsanir sínar og líðan ásamt því að hlusta á aðra.  Aðferðin byggir á næmni, dýpt og virðingu.

Námskeiðið er í fimm hlutum og rúman klukkutíma í senn. Hvert skipti er einstakt og því ekki nauðsynlegt að mæta á öll. Hver tími byrjar á hugleiðslu en hún fer þannig fram að setið er í kyrrð  og í kjölfarið er svo farið í gagnræður.

Umsjón með námskeiðinu hafa Erla Björk Káradóttir og Krístín Hákonardóttir sem báðar eru ACC viðurkenndir markþjálfar.

Næsta námskeið

Nýtt námskeið auglýst síðar

Mánudagar kl. 16:30 – 18
5 vikur

Umsjón: Erla Björg Káradóttir og Kristín Hákonardóttir

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770