Seldu sérsaumaðar bleikar herraslaufur til styrktar Ljósinu

Herraslaufan flotta var framleidd af nemendunum sjálfum

Nemendur í textíldeild við Fjölbrautaskóla Suðurnesja saumuðu glæsilegar bleikar herraslaufur í tilefni af bleika deginum þann 11.október síðastliðinn. Slaufurnar voru seldar og rann ágóðinn óskiptur til Ljóssins.

Það var Anna Sigríður Jónsdóttir, iðjuþjálfi, sem veitti styrknum viðtöku.

Anna Sigríður Jónsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Ljóssins.

Við sendum okkar bestu þakkir til þessara flottu nemenda og allra þeirra sem keyptu slaufu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.