Jóga stuðlar að jafnvægi og vellíðan. Jógafræðin miða að því að hjálpa einstaklingum til að öðlast betri vitund um eigin líkama, huga og sál og samhæfa þessa þætti í gegnum ástund jóga æfinga.
Í Ljósinu bjóðum við upp á jóga þar sem áhersla er á mjúkar hreyfingar og mikla slökun.
Hatha jóga
„Ha“ þýðir sól og „tha“ þýðir tungl.
Hatha jóga byggist á líkamsæfingum, öndunaræfingum og slökun. Markmið Hatha jóga er að koma jafnvægi og viðhalda óhindruðu flæði um helstu kerfi líkamans.
Jógafræðin miða að því að hjálpa einstaklingum til að öðlast betri vitund um eigin líkama, huga og sál og samhæfa þessa þætti í gegnum ástund jóga æfinga.
Hatha jóga má stunda frá unga aldri fram á efri ár.
Mantra
Þessi mantra er mikið notuð í jóga, þið getið sett hana í google til að fræðast meira um hana: Om Namo Bhagavate Vasudevaya
Helstu upplýsingar
Jóga
Miðvikudagar kl. 09.00 og 10.00
Föstudagar kl. 10.00 og 11.00
Slökun
Miðvikudagar kl.11:00
Föstudagar kl. 09:00
Hver tími er 45 mínútur
Hvar: Ljósið, Langholtsvegi 43
Leiðbeinandi: Margrét Arna