Hreyfing – Fólk 20-45 ára

TILKYNNING – HAUST 2020

Sökum fjöldatakmarkana breytum við fyrirkomulagi í æfingarsal inn í haustið.
Frá og með 3. september bjóðum við upp á 20 tíma í tækjasal yfir vikuna. Líkt og verið hefur þurfa allir að bóka sig í tíma og getur hver einstaklingur bókað tvo tíma í viku.
Allir aldursskiptir tímar hverfa því úr stundatöflunni á meðan hertar sóttvarnarreglur eru í gildi.
Með þessu móti aukum við aðgengi að salnum og hámörkum nýtingu hans.


Eldri lýsing hér fyrir neðan.

Fimm sinnum í viku er boðið upp á æfingatíma fyrir fólk á aldrinum 20 – 45 ára sem hefur fengið krabbamein og vill stunda sína endurhæfingu í góðum félagsskap undir leiðsögn sjúkraþjálfara og íþróttafræðinga.

Helstu upplýsingar

HEFST Í ÞEGAR SÓTTVARNARREGLUM HEFUR VERIÐ BREYTT
Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar
11:00-12:00

Þriðjudagar og Fimmtudagar
15:00-16:00

Styrktarþjálfun, hópleikfimi, þrekþjálfun.

Staðsetningar:  Æfingarsalur Ljóssins

Umsjón hafa þjálfarar Ljóssins.