Fréttir

15
des
2008

Tilkynning

Okkur langar að koma eftirfarandi á framfæri: Fluguhnýtingarhópurinn er kominn í jólafrí, en byrjar aftur þriðjudaginn 13 janúar kl. 19:30. Hugleiðsla með Lótushúsi verður í síðasta skipti fyrir jól föstudaginn 19 des kl. 12:30.

10
des
2008

Jólastund í Ljósinu

Það verður sannkölluð jólastemning hjá okkur á morgunn fimmtudag, kl 13:30 verður lesin jólasagan Hlutaveikin eftir þórarinn Eldjárn, sem er fyndin og skemmtileg jólasaga fyrir alla aldurshópa. Það tekur um 20-25 mínútur að lesa hana.  Heitt kakó og smákökur á eftir.  Endilega takið fjölskyldumeðlimi með. Sú sem les heitir Guðfinna Rúnarsdóttir og langar hana að gefa Ljósinu þennan upplestur í

Lesa meira

9
des
2008

Forföll

Því miður fellur niður tíminn með Himnesku Sollu í fyrramálið. En það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur og allir velkomnir að kíkja í kaffi    svo er Handverkshúsið alltaf opið ef þið viljið koma og búa til eitthvað sætt í jólagjafir.

2
des
2008

Fyrirlestur í Ljósinu

Fimmtudaginn 4. desember kl. 13:30 Leitin að bættri líðan með Halldóru Sigurdórsdóttur Spennandi fyrirlestur, allir velkomnir Halldóra stóð frammi fyrir vandamáli sem hún vissi ekki hvernig ætti að lifa með og hvað þá hvernig ætti að leysa. Halldóru hefur lærst það augljósa á liðnum árum, að maðurinn ber sjálfur ábyrgð á eigin lífi og um leið eigin líðan. Hann fær

Lesa meira

23
nóv
2008

Gjöf til Ljóssins

                                  Þessi unga snót, Alexandra Þorsteinsdóttir átti 11 ára afmæli fyrir stuttu. Hún óskaði ekki eftir gjöfum, en bað um peninga í afmælisgjöf sem hún gaf til styrktar Ljósinu. Við þökkum Alexöndru innilega fyrir höfðinglega gjöf.

23
nóv
2008

Himneska Solla

Himneska Solla ætlar að kíkja til okkar miðvikudaginn 3.des og 10.des á milli kl:10-12,  Þann 3 des. ætlar Solla að kenna okkur að gera himneskar jólasmákökur og grænmetis sushi. Þann 10 des. ætlar lifandi Eiríkur að koma aftur með henni og kenna okkur allt um hvernig á að spíra.

12
nóv
2008

Handverkssala

12
nóv
2008

Tónleikar

 

28
okt
2008

Ný námskeið fyrir börn og unglinga

     

28
okt
2008

Fyrirlestur með Elínu Ebba

Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi/dósent við Háskólann á Akureyri verður með skemmtilegt og fróðlegt erindi hjá okkur á fimmtudaginn 30/10 frá 13:30 – 15:30. Hún mun fjalla um Geðorðin 10 og Geðræktarkassinn, tilurð þeirra og notagildi. Þeir sem hafa ekki heyrt í Elínu Ebba áður ættu ekki að láta hana fram hjá sér fara, þar er á ferð lifandi og skemmtilegur

Lesa meira