Fjölskylduganga Ljóssins á Esjuna

Miðvikudaginn 19. júní klukkan 11:00 höldum við í árlega fjölskyldugöngu Ljóssins á Esjuna.

Mæting er í Esjustofu milli 10:30 og 10:50. Starfsfólk Ljóssins verður í gulum vestum í fjallinu til þess að tryggja að allt gangi vel fyrir sig.

Við hvetjum ykkur öll til þess að reima á ykkur gönguskóna og njóta með okkur.

Minnum að sjálfsögðu alla til að taka með sér vatn á brúsa og kippa með göngustöfum ef þurfa þykir.

Athugið að lokað verður í Ljósinu þennan dag

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.