Jóga í Ljósinu í sumar

Á miðvikudögum og föstudögum í sumar mun Eyrún Ólöf Sigurðardóttir leiða jógatíma í Ljósinu. Eyrún hefur iðkað jóga og hugleiðslu síðan hún var unglingur og lærði hatha og vinyasa-kennslu í Jógastúdíó. Tímarnir samanstanda af jógateygjum og öndunar- og styrktaræfingum, og eru með jóga nídra ívafi.

Reynsla af jóga er ekki nauðsynleg.

Tímarnir hefjast klukkan 9:30 og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.