Erla Sigurðardóttir

4
apr
2020

Frá streitu til kyrrðar

Í þessu umróti sem við búum við þessa dagana gæti verið gott að róa hugann og setja orkuna í að styrkja andlega heilsu. Hjónin Baldvin og Kristín bjóða nú krabbameinsgreindum frítt hugleiðslunámskeið sem fer fram á netinu og þau bjóða einnig sérkjör fyrir aðstandendur. 5 grunnþarfir á 5 dögum Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði jóga nidra, dáleiðslu og hugrænni atferlismeðferð.

Lesa meira

17
des
2019

Kiwanisklúbburinn Eldey styrkir Ljósið

  Kiwanisklúbburinn Eldey, Kópavogi  afhenti  Ljósinu  föstudaginn 6. desember styrk að verðmæti tvær milljónir króna.    Var þetta  afrakstur af tveimur  góðgerðargolfmótum sem leikin hafa verið á hverju ári . Mótin hafa alltaf verið haldin á Leirdalsvelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Golfklúbburinn hefur alla tíð stutt við mótið m.a. með afslætti á vallargjaldi og aðstoð við mótahaldið.

Lesa meira

26
jún
2019

Vegan heilsa – heilsuráðstefna

Hvaða áhrif hefur vegan mataræði á heilsu? Vegan heilsa – er heilsuráðstefna sem verður haldin í Silfurbergi í Hörpu 16.október 2019. Elín Skúladóttir er skipuleggjandi ráðstefnunnar, Elín greindist með krabbamein og fór í gegnum lyfjameðferð og skurðaðgerð. Á milli lyfjagjafa fór Elín hamförum í eldhúsinu og las sér til um rannsóknir vegan fæðis. Elín mun segja sína sögu um breytingu

Lesa meira

19
jún
2019

Fjölskyldudagur á Esjunni

Það var flottur hópur sem lagði á Esjuna í dag í fjölskyldugöngu Ljóssins. Gleðin skein úr hverju andliti og margir sigrar unnir í dag. Þjálfararnir okkar byrjuðu á skemmtilegri upphitun með dansi og söng. Innilegar þakkir fyrir daginn.

14
maí
2018

Aðalfundur Ljóssins 2018

Aðalfundur Ljóssins verður haldinn miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 16:30 að Langholtsvegi 43, 104 Rvk. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Heitt á könnunni Með kveðju Stjórn Ljóssins

7
júl
2017

Ljósið í sumar

Kynningarfundir fyrir nýtt fólk alla þriðjudaga kl. 11:00 Ljósið er opið í allt sumar – sjá stundskrá hér  Heilbrigðismenntað starfsfólk sér um faglega endurhæfingu sem snýr að: · Líkamlegri uppbyggingu · Andlegum stuðningi · Félagslegum stuðningi · Jafningjafræðsla · Uppbyggjandi umhverfi.

20
jún
2017

Fjölskylduganga Ljóssins

Á Esjuna 28.júní 2017 Við ætlum að hittast við Esjustofu kl:12.30. Gengið verður upp að steini, en þeir sem treysta sér ekki alla leið geta gengið í rólegheitum í hlíðum Esjunnar, starfsfólk Ljóssins verður á staðnum. Mikilvægt er að þeir sem ætla að ganga upp að steini leggi af stað frá Esjustofu kl:13.00. Kaffihúsið Esjustofa verður opin og hægt veður

Lesa meira

15
maí
2017

Útivist – Krefjandi ganga

Miðvikudaginn 17. maí  ætlum við að ganga strandlengjuna við Straumsvík. Hittumst í Ljósinu kl. 12.30 eða á bílastæðinu við burstabæinn Straum kl. 13.00. Við sleppum ekki kaffisopanum góða, mörg góð kaffihús í Hafnarfirði í boði eftir gönguna. Hlökkum til að sjá ykkur.

23
mar
2017

Út fyrir kassann, námskeið fyrir ungmenni

Það snertir alla fjölskylduna þegar náinn ástvinur greinist með krabbamein. Ljósið fer nú aftur af stað með námskeið fyrir ungmenni 14-17 ára sem eiga eða hafa átt aðstandendur með krabbamein. Fyrsti fundur verður þriðjudaginn 28. mars kl. 19:30. Síðast mættu 24 ungmenni og voru afskaplega ánægð. Námskeiðshaldarar eru orðin þjóðþekkt fyrir frábær námskeið sjá og nánari dagskrá má sjá með

Lesa meira

2
feb
2017

Útivistarhópur Ljóssins

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins alla miðvikudaga. Farið verður frá Ljósinu kl. 12:30 en einnig er hægt að mæta beint á bílastæðið sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13:00. Dagskrá gönguhópsins er hægt að skoða hér, en yfir vetrartímann eru allar göngur með fyrirvara um breytingu vegna veðurs. Einnig er hægt er að

Lesa meira