Fréttir

22
des
2017

Ljósið um hátíðirnar

Enn á ný eru þau komin blessuð jólin, með öllu sínu amstri og ljósum sem svo sannarlega lýsa upp myrkasta skammdegið. Lokað verður í Ljósinu frá og með föstudeginum 22. desember en við verðum hér aftur frá kl. 8:30 miðvikudaginn 3. janúar á því herrans ári 2018. Þó svo að lokað verði í Ljósinu þá er hægt að gerast styrktaraðili,

Lesa meira

7
des
2017

Glæsilegur Ljósafoss

Hann var æði tignarlegur og fagur, Ljósafossinn sem liðaðist niður Esjuhlíðar síðastliðin laugardag. Hátt á annað hundrað manns mættu úr hinum ýmsu gönguhópum ásamt okkar fólki úr Ljósinu. Allir voru vel búnir og með höfuðljós til að taka þátt í mótun fossins. Mikil gleðir ríkti í hópnum og afar vel tókst að vekja athygli á þeirri starfsemi sem fram fer

Lesa meira

5
des
2017

Styrkur frá Lionsklúbbi Njarðvíkur

Nýverið afhenti Lionsklúbbur Njarðvíkur Ljósinu styrk upp á 300 þús. krónur með þeirri einlægu ósk að gjöfin nýtist Ljósinu og þeim sem hennar njóta sem allra best á komandi árum. Það var Ljósberinn Axel Arnar Nikulásson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Ljósssins en Ólafur Thordersen formaður Lionsklúbbsins afhenti. Við þökkum Axel innilega fyrir að taka við styrknum fyrir hönd

Lesa meira

1
des
2017

Kynning frá Stoð

Miðvikudaginn 6. desember verður Stoð með kynningu á ýmsum vörum fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein.  Sýnd verða gervibrjóst, brjóstahöld, sundföt og fleira. Kynningin hefst kl. 14 og eru allir velkomnir.

30
nóv
2017

Aðventukvöld Ljóssins

Aðventukvöld Ljóssins fór fram í gærkvöldi, miðvikudaginn 29. nóvember.  Svo mikil tilhlökkun var fyrir kvöldinu að fyrstu gestir voru mættir vel fyrir auglýstan tíma. En, þar sem allt var tilbúið og jólabragur komin á heimilið var þeim að sjálfsögðu boðið til sætis. Það er skemmst frá því að segja að fullt var út úr dyrum og rúmlega 150 manns í

Lesa meira

21
nóv
2017

Þriðjudagsfyrirlesturinn

Þriðjudaginn 28. nóvember n.k. kl. 14 ætlar Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnu- og félagsfræði koma til okkar hingað í Ljósið og ræða um hamingjuna. Inn í fyrirlesturinn væri hún vís með að vefja hamingjuaukandi æfingum eins og hláturjóga og/eða Qi Gong, en hún er hláturjóga leiðbeinandi. Hrefna er höfundur bókarinnar ,,Why are Icelanders so happy?“ en BA ritgerð hennar fjallaði

Lesa meira

16
nóv
2017

Ljósablaðið 2017

Nýtt Ljósablað var að líta dagsins ljós og er alveg óhætt að segja að hér er um mjög veglegt blað að ræða sem við erum virkilega stolt af að setja í dreifingu. Í blaðinu er sjónum aðeins beint að ungu fólki sem sækir þjónustu í Ljósið, en sá hópur fer ört stækkandi, eins og reyndar má segja um alla aðra

Lesa meira

16
nóv
2017

Styrkur

Þeir birtast í ótal formum og eftir ótal leiðum styrkirnir sem okkur berast og hver og einn einasti þeirra kemur í góðar þarfir hér hjá okkur í Ljósinu. Núna vekjum við athygli á að Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali hjá Fasteignasölunni Borg hefur ákveðið að láta 60. þúsund krónur af hverri seldri eign renna til Ljóssins. Ef þú ert í fasteignahugleiðingum

Lesa meira

7
nóv
2017

Ljósafossgangan

Ljósafossgangan árið 2017 verður farin laugardaginn 2. desember nk.  Mæting er um kl. 15 við Esjustofu og lagt verður af stað upp fjallið kl. 15:30 en áætlað að koma niður um kl. 18. Að venju er það göngugarpurinn Þorsteinn Jakobsson, oft nefndur fjalla-Steini, sem stýrir göngunni. Við hvetjum alla til að vera með í göngunni, mæta með ljós og taka

Lesa meira

26
okt
2017

Nýtt námskeið fyrir nýgreindar konur

Nú er búið að opna fyrir skráningu á þriðja námskeiðið fyrir nýgreindar konur á þessari haustönn. Námskeiðið hefst 17. nóvember og nú erum við í óða önn að taka við skráningum. Námskeiðið er í átta hlutum og verða fimm skipti fyrir jól og þrjú eftir. Námskeiðið verður á föstudagsmorgnum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að konur í svipuðum sporum

Lesa meira