Gular veðurviðvaranir í Ljósinu

Nú þegar vetrarlægðir ganga hver af fætur annarri yfir landið hefur verið tekin ákvörðun um að þegar gul viðvörun eða hærri er í gildi á höfuðborgarsvæðinu fellur gönguhópurinn okkar niður en önnur þjónusta heldur sér nema annað sé tekið fram.

Gönguhóparnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 10:30.

Við hvetjum alla Ljósbera til að huga vel að veðurspám áður en haldið er út í daginn.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.