Gjafabréf í fótaaðgerð á sérverði – Öll upphæð rennur til Ljóssins

Hugsaðu um fæturnar og styrktu Ljósið í leiðinni!

Í hverjum mánuði bjóðum við til sölu 3 gjafabréf í fótaaðgerð hjá Margréti Sigurðardóttur, fótaaðgerðarfræðingi, og rennur öll upphæðin í Ljósið.

Greiddar eru 8000 krónur fyrir tímann, sem annars ætti að vera á 11.500 krónur.

Gengið er frá greiðslu í afgreiðslu Ljóssins en þjónustan fer fram á Fótaaðgerðastofunni Engjateigi 17-19 þar sem Margrét starfar.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.