Tíminn flýgur og hinu megin við helgina hefst júní dagskrá Ljóssins. Frá og með þriðjudeginum verður fjöldi í húsi ekki lengur takmarkaður. Áfram verður að sjálfsögðu gætt fyllsta hreinlætis í húsakynnum okkar og rými sótthreinsuð reglulega. Við hvetjum til handþvotts og handspritts, og biðjum þá einstaklinga sem finna fyrir kvefeinkennum að bíða með komu í Ljósið. Hér má nálgast stundaskránna
Fáðu hjálp við að skilgreina markmið þín og aðstoð við að ná þeim! Nú eru bókanlegir tímar hjá Matta Ósvald, heilsuráðgjafa og vottuðum PCC markþjálfa, á miðvikudögum og föstudögum og hjá Ingibjörgu Kr. Ferndinands, markþjálfa, á föstudögum. Endurhæfingarferlið felur í sér margar áskoranir og er kjörið tækifæri til þess að hrista upp í vananum og setja stefnuna í þá átt
Aðalfundur Ljóssins verður haldinn miðvikudaginn 3. júní næstkomandi klukkan 17:00 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins
Kæru vinir, Lokað verður í Ljósinu fimmtudaginn 21. maí. Við opnum aftur á föstudag með heitt á könnunni og marga dagskrárliði. Hafið þó í huga að nauðsynlegt er að hringja í móttöku Ljóssins og bóka tíma í alla þjónustu.
Starfsemi Ljóssins er hægt og rólega að komast af stað aftur eftir tímabundna lokun vegna Covid19. Nú er komið að því að bæta handverki í stundaskrá en byrjað verður á þremur dagskrárliðum: Prjónahópur Föstudaginn 15.maí hittist prjónahópurinn að nýju Tímasetning 10:00-14:00 Myndlist Miðvikudaginn 20.maí hefst byrjendanámskeiðið í myndlist Í boði verða tveir hópar: Annars vegar milli 9:00-12:00 og hins vegar
eftir Maríu Ólafsdóttur Kristófer Orri Svavarsson er 18 ára nemandi á félagsfræðibraut í Kvennaskólanum í Reykjavík. Kristófer er fróðleiksfús, finnst gaman að læra og komast að nýjum hlutum og ver því frítíma sínum oftast í lestur. Einnig hefur hann mjög gaman að stuttmyndagerð og í raun öll sem kemur að vinnslu myndefnis. „Ég hef búið sjálfur til nokkrar stiklur af
Hér í Ljósinu er staðan metin á hverjum degi og stundaskrá endurskoðuð vikulega með tilliti til reglna yfirvalda. Það gleður okkur ómælt að segja ykkur frá því að Arna jógakennari býður nú Ljósbera velkomna í slökunarjóga á miðvikudögum og föstudögum klukkan 9:00 og 10:00. Nauðsynlegt er að festa tíma með að hringja í móttöku Ljóssins í síma 561-3770. Frá og
Stundaskrá Ljóssins fyrir maí 2020 er nú tilbúin til niðurhals. Til að byrja með verður nauðsynlegt að bóka pláss í alla dagskrárliði. Hámarksfjöldi er takmarkaður og eru til að mynda ekki fleiri en 10 manns í göngum, 6 manns í þjálfun í tækjasal og 4 manns í þjálfun fyrir þær sem hafa nýlega gengist undir aðgerð á brjóstum. Að sjálfsögðu
Frá og með miðvikudeginum 6.maí bjóðum við upp á tíma í nýjum tækjasal Ljóssins. Vegna skilyrða um tveggja metra fjarlægð verður hámarksfjöldi í hverjum tíma sjö manns nema annað sé tekið fram. Nokkrir tímar verða í boði dag hvern, en nauðsynlegt er að skrá sig í móttöku Ljóssins í síma 561-3770. Í boði verða eftirfarandi tímar: Opnir tímar fyrir alla Mánudaga til föstudaga
ATHUGIÐ: VIÐ ERUM BYRJUÐ AÐ SKRÁ Á BIÐLISTA FYRIR NÆSTA NÁMSKEIÐ Námskeiðið Skammtíma sköpun: Vorið vaknar hefst í Ljósinu miðvikudaginn 6. maí. Um er að ræða glænýtt námskeið þar sem náttúru, sköpun, útivist, samveru og samtali er blandað saman á skemmtilegan máta. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að stíga út fyrir það hversdagslega með hjálp sköpunarkrafts náttúrunnar.