Færðu Ljósinu hágæða þrekhjól

Í dag færðu feðgarnir Ingvar Geir Guðbjörnsson og Hjörtur Már Ingvarsson Ljósinu glæsilegt þrekhjól til minningar um Margréti Björgu Sigurðardóttur.

Ingvar Geir og Hörtur Már ásamt Guðrúnu Erlu og Erlu úr þjálfarateymi Ljóssins

Margrét sótti endurhæfingu í Ljósið og vildi fjölskylda hennar minnast hennar með því að efla enn frekar líkamlega endurhæfingu. Hjólið er mjög þægilegt og býður upp á margskonar æfingarkerfi, en auk þess má ferðast um borgir Evrópu á skjánum á meðan tekið er á því.

Við í Ljósinu erum þakklát Ingvari og börnum þeirra Margrétar, Hirti, Sigurbirni Elvari og Kristbjörgu Helgu fyrir þessa gæðamiklu gjöf sem mun sannarlega gagnast mörgum.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.