Færðu Ljósinu styrk til minningar um Þórunni Egilsdóttir

Þórunn Egilsdóttir var ötul talskona Ljóssins og virk í sinni endurhæfingu

Í vikunni barst Ljósinu styrkur að fjárhæð 50.000 krónur til minningar um Þórunni Egilsdóttur, þingkonu. Minningarkorti er ánafnað eftirlifandi eiginmanni Þórunnar, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og börnum þeirra, þeim Kristjönu Louise, Guðmundi og Heklu Karen.

Þórunn var virk í endurhæfingu í Ljósinu og mikil talskona starfseminnar: „Það hefur sannað sig og verið sýnt fram á að öll endurhæfing og allt það sem er í boði í Ljósinu er mikilvægt fyrir fólk sem er að byggja sig upp eftir hörð veikindi.“ sagði hún meðal annars áður en við héldum í árlega Ljósafossinn okkar árið 2019 en þá gekk hún ásamt góðu samstarfsfólki og vinum.

Ljósið færir hjartans þakkir til þeirra Ernu Milunka Kojic, Gyðu Björnsdóttur, Hrund Hafsteinsdóttur, Ingunni Hansdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.