Fréttir

24
feb
2020

Bergmál býður ljósberum í orlofsviku í Bergheimum í sumar

Bergmál líknarfélag býður ljósberum að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Í fyrra fór stór hópur frá Ljósinu og það er aftur í boði í

Lesa meira

21
feb
2020

Oddfellowar færðu Ljósinu afrakstur sölu jólakorta

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa seldi á síðasta ári falleg jólakort til styrktar Ljósinu. Í dag færðu fulltrúar Oddfellowa afrakstur sölunnar sem mun renna að fullu í framkvæmdir við nýtt húsnæði á lóð okkar þar sem í næsta mánuði stendur til að opna glæsilega aðstöðu til líkamsræktar, heilsunudds og viðtala. Við þökkum Oddfellow fyrir dyggan stuðning í gegnum árin og skemmtilega

Lesa meira

21
feb
2020

Eirberg færði Ljósinu veglega gjöf

Þeir sem þekkja til þjónustu Ljóssins vita að móttakan okkar er hjarta starfsseminnar, en þar mætast 450-500 manns í hverjum mánuði ýmist á leið í viðtöl, fræðslu, námskeið, líkamsrækt eða hverskyns iðju. Þar má einnig finna þjónustþega sem eru aðeins að brjóta upp hversdaginn með kaffibolla og spjalli við jafningja. Það var því mikil gleði þegar Gígja Grétarsdóttir hjúkrunarfræðingur og

Lesa meira

20
feb
2020

Árleg árshátíð Bergmáls næsta laugardag

Laugardaginn 29. febrúar standa vinir okkar hjá styrktar- og líknarfélaginu Bergmáli fyrir árlegri árshátíð sinni. Eins og margir vita veitir Bergmál ljósberum mikinn stuðning í margvíslegu formi og ber þar helst að nefna árlega orlofsviku þar sem þjónustuþegum Ljóssins stendur til boða að hvílast í heila viku að kostnaðarlausu í heilandi umhverfi Sólheima í Grímsnesi. Von er á góðum gestum

Lesa meira

19
feb
2020

Emma Sigrún færði Ljósinu „brúðkaupsgjöf“

Í gær fengum við skemmtilega heimsókn í Ljósið þegar Emma Sigrún Jónsdóttir „Ljós“, eins og hún sjálf kýs að kalla sig, færði okkur 50.000 þúsund krónur að gjöf. Upphæðin safnaðist um síðustu helgi þegar foreldrar Emmu ákváðu að staðfesta brúðkaupsheit sín og fagna lífinu með vinum og ættingjum. Í stað þess að þiggja gjafir hvöttu þau gesti til að leggja

Lesa meira

14
feb
2020

Lífið er ferðalag og ég ætla að njóta þess

Baldvin Viggósson greindist fyrst með krabbamein árið 1996 og fór þá í stóra aðgerð. Nærri 15 árum síðar greindist hann með aðra tegund sarkmeins og lagðist aftur undir hnífinn en síðan bar ekki á neinu fyrr en undir haust 2017 við reglubunda eftirfylgni en þá komu í ljós meinvörp í lungum og hálsi. Á þeim punkti var andlega hliðin ekki

Lesa meira

13
feb
2020

Lokað í Ljósinu föstudaginn 14. febrúar vegna veðurs

Kæru vinir, Á morgun, föstudaginn 14. febrúar, verður alveg lokað í Ljósinu vegna veðurs. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs og hefur rauð veðurviðvörun verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið. Þetta þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Við munum hafa samband eftir helgi

Lesa meira

10
feb
2020

Star Trek aðdáendur söfnuðu 100.000 kr til styrktar Ljósinu

Star Trek aðdáendur leigðu Bíó Paradís til að horfa á nýja Star Trek Picard þætti og söfnuðu 100.000 kr til styrktar Ljósinu! Samáhorf nokkurra vina vatt óvart upp á sig þegar þau ætluðu að horfa saman á Star Trek Picard, nýja þætti sem hljóta mikið lof gagnrýnenda. Þau ákváðu að bjóða vinum og vinum vina. Á endanum varð hópurinn svo

Lesa meira

7
feb
2020

Fyrst og fremst þakklátur – Tómas Hallgrímsson fer yfir sögu sína og Ljóssins

Við fáum seint þakkað allan þann tíma og vinnu sem sjálfboðaliðar hafa lagt til Ljóssins undanfarin 15 ár. Stjórn Ljóssins er þar ekki undanskilin en þar hefur fólk lagt mikið af mörkum án þess að þiggja kaup fyrir – Við erum óendanlega þakklát fyrir þeirra framlag. Við birtum hér viðtal sem María Ólafsdóttir tók við Tomma okkar, Tómas Hallgrímsson, sem

Lesa meira

6
feb
2020

Markþjálfun í Ljósinu – Lausir tímar

Vilt þú hjálp við að skilgreina markmið þín og fá aðstoð við að ná þeim? Við eigum nokkra lausa tíma í markþjálfun hjá Matta Ósvald, heilsuráðgjafa og vottuðum PCC markþjálfa, nú í febrúar. Umsögn um Matta Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast. Allir eru að tala um markþjálfun en maður veit bara ekki hvað þetta felur

Lesa meira