Hittingur fyrir fólk á aldrinum 16-45 ára í Ljósinu í allt sumar

Við breytum taktinum inn í sumarið og bjóðum nú á mánudögum upp á sérstakan hitting fyrir fólk á aldrinum 16-45 ára sem greinst hefur með krabbamein.

Fyrsti hittingur mánudaginn 21. júní kl 12:00

Þetta er góður vettvangur til að koma saman, hitta aðra jafningja, og jafnvel deila reynslu sinni og miðla góðum ráðum.

Fagaðilar Ljóssins eru á svæðinu og því má fá ráðgjöf auk þess að kynnast skemmtilegu fólki.

Hlökkum til að sjá ykkur

*Ath þessi tími kemur í staðinn fyrir stelpu- og strákahittingana sem verið hafa á dagskrá.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.