Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og því fer vinsæli skokkhópur Ljóssins fari aftur af stað í dag miðvikudaginn 3. mars klukkan 15:00. Hittist hópurinn fyrir framan Ljósið og hleypur af stað í Laugardalinn alla miðvikudaga fram að Reykjavíkurmaraþoni. Í skokkhópnum hittast hlaupa- og skokkgarpar sem ætla sér að safna áheitum fyrir Ljósið í ágúst og munu þjálfarar Ljóssins hjálpa þátttakendum
eftir Birnu Markúsdóttur, íþróttafræðing í Ljósinu Hefur þú einhvertímann farið út í hressandi göngutúr og komið til baka með líkama fullan af orku og huga fullan af gleði? Þessi mikla sæla orsakast af örlitlum boðefnum sem bera nafnið endorfín. Endorfín dregur nafn sitt úr orðinu „endogenous“ sem réttilega mætti þýða sem „innrænn“ eða það sem er innra með okkur, með
Í síðustu viku var Brynja Guðmundsdóttir hjá okkur í Ljósinu á fatasaumsnámskeiði. Eins og oft áður þá myndast fjörugar umræður á námskeiðunum. Umræðan snérist um nýjar saumavélar sem eru til sölu í Costco og tilvaldar fyrir byrjendur. Það var ekki að spyrja að því, en Brynja stökk til og hafði samband við móður sína Svanhvíti Jónsdóttur og keyptu þær vél
Í vikunni fengum við góða heimsókn á Langholtsveginn þegar Hildur Anna Geirsdóttir leit við til að afhenda 188.000 króna styrk. Þessi flotta 18 ára stelpa hannaði og seldi fallega skartgripi úr gömlum skartgripum í bland við nýjan efnivið, og seldi vinum og ættingjum. Hildur Anna og fjölskylda hennar hafa góða reynslu af Ljósinu en til okkar hefur þeirra nánasta fólk
Eftir Elínu Kristínu Klar sálfræðiráðgjafa Við getum varið miklum tíma og orku í að velta upp fortíð og framtíð. Hugsanir geta snúist í hringi og fests í því sem hefði mátt betur fara. Við liggjum kannski uppi í sófa til að slaka á en erum föst í eftirsjá yfir einhverju sem við sögðum við félaga í síðustu viku; hefði ég
Eftir Guðrúnu Friðriksdóttur iðjuþjálfa Vegna þess að við erum ólíkir einstaklingar þá henta okkur mismunandi leiðir til vellíðunar. Ef eitthvað hvílir á þér hentar þér kannski að tala og skýra hugsunina upphátt. Öðrum hentar betur að skrifa. Blanda af hvoru tveggja getur líka verið góð hugmynd, ef það hentar þér. En einhver útrás, hvort sem hún er skrifleg eða
Sem forstöðukona í Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda verð ég á hverjum degi vitni að því hvað framlag starfsfólks miðstöðvarinnar skiptir miklu máli í andlegri og líkamlegri heilsu okkar þjónustuþega. Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni
Kæru vinir, Við vorum að fá sendingu af Macron íþróttabolunum sem eru sérmerktir Ljósinu. Bolirnir fást í karla- og kvennasniðum í stærðum M – XXL og eru léttir og sérlega góðir í líkamlegu endurhæfinguna, jógað göngurnar, og aðra útivist. Þeir eru kjörin eign fyrir þá vilja stunda hreyfingu/líkamsrækt og vekja athygli á Ljósinu í leiðinni. Verð: 4.000
Eins og mörg okkar vita þá getur það að tjá þakklæti til annarra haft verulega jákvæða áhrif á líðan okkar. Það sem meira er, þá getur það að lesa þakklætisbréf hjá öðrum komið huga okkar af stað í að hugsa um hvað hvað það er í lífi okkar sem við getum verið þakklát fyrir. Hugmyndin með þessu verkefni okkar er
Eftir Elínu Kristínu Klar sálfræðiráðgjafa Á lífsleiðinni getum við ekki stýrt raunveruleikanum sem á okkur dynur. Erfiðleikar eins og heimsfaraldur eða erfið veikindi eru til að mynda staðreyndir sem við fáum ekki breytt. Góðu fréttirnar eru þó þær að það er ekki aðeins raunveruleikinn sjálfur sem hefur áhrif á tilfinningar okkar og hegðun heldur túlkun okkar á honum. Það