Okkar fremsti knapi og íþróttamaður, Árni Björn Pálsson, leit við í Ljósinu í dag og afhenti Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins, 1.130.000 krónur. Upphæðin er sigurlaun Árna Björns úr einstaklings- og liðakeppni mótaraðar Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum 2022. Vildi Árni Björn með þessu framtaki sínu minnast móður sinnar, Hrafnhildar Árnadóttur, sem lést úr krabbameini árið 2018. Með Árna Birni í för
Kæru vinir, Í gær hrintum við af stað Ljósavinaherferð með það að markmiði að stækka hóp Ljósavina svo að við getum áfram tryggt endurgjaldslausa endurhæfingu krabbameinsgreindra í Ljósinu. Við vonum að þið séuð öll nú þegar búin að skrá ykkur sem Ljósavini en ef ekki þá er það gert í nokkrum einföldum skrefum á vefnum okkar hér. Ef ykkur vantar
Í dag hrintum við af stað nýrri og glæsilegri Ljósavinaherferð. Heiti herferðarinnar lífið í nýju ljósi vísar í það þegar veruleika fólks er snúið á hvolf, þá eru það hversdagslegu hlutirnir sem margir sakna. Það má því segja að einstaklingar sem greinast með krabbamein sjái lífið í nýju ljósi. Frú Eliza Reid er verndari herferðarinnar og ýtti henni úr vör
Í haust bjóðum við uppá nýjan stafrænan dagskrárlið í Ljósinu. Fræðslufundirnir fara fram á ZOOM, og hentar sérstaklega vel þeim sem ekki hafa tök á að sækja Ljósið heim. Fræðslan hentar bæði þeim sem eru að hefja endurhæfingu og þeim sem eru lengra komnir í ferlinu Í hverjum mánuði verður að finna nýtt þema en í september er yfirskriftið Lífstílll
Haustvindarnir blása í Ljósinu líkt og annarsstaðar á landinu og nú er stundaskráin komin í septemberbúning. Dagskráin framundan er stútfull af námskeiðum, fræðslu, handverki, hópum og hreyfingu. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrárliðina á vefnum okkar. Einnig bendum við á þá nýjung að rafræn skráning er í boði fyrir suma dagskrárliði Ljóssins. Hér getur þú skoðað stundaskrá Ljóssins
Kæru vinir, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram um liðna helgi og erum við afskaplega þakklát öllum þeim sem hlupu fyrir Ljósið, styrktu Ljósið og þá sem komu á peppstöðina okkar til að hvetja hlauparana áfram. Það var sannarlega ánægjulegt að njóta þessarara hlaupahátíðar með ykkur öllum eftir Covid pásu. Alls hlupu 191 einstaklingur fyrir Ljósið og söfnuðu 12 milljónum!! Sumir hlupu
Mánudaginn 29. ágúst og þriðjudaginn 30. ágúst verður lokað í Ljósinu vegna starfsdaga. Starfsfólk Ljóssins nýtir þessa daga til endurmenntunar og skipulags fyrir komandi önn. Við hvetjum þjónustuþega til þessa njóta þessara daga og huga vel að líkama og sál. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Kæru vinir, Það má með sanni segja að Reykjavíkurmaraþonið sé hátíðisdagur í Ljósinu. Hér í húsi hefur stemningin vaxið dag frá degi og bæði starfsfólk og þjónustuþegar að komast í mikla stemningu fyrir morgundeginum. Hér eru praktískar upplýsingar fyrir bæði hlauparana okkar og peppara. Hlauparar Þeir sem hlaupa fyrir Ljósið fá merktan bol að gjöf til að hlaupa í. Hægt
Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer 20.ágúst næstkomandi. Við erum ótrúlega stolt af hlaupurunum okkar og þakklát öllum sem hlaupa fyrir Ljósið. Að venju fá allir okkar hlaupara bol merktan Ljósinu til að hlaupa í. Afhending bola fer fram á stórsýningunni FIT & RUN sem fram fer í Laugardalshöllinni. Opnunartími sýningarinnar er sem hér segir: Fimmtudagur 18.ágúst kl. 15:00
Að venju blásum við til pastaveislu fyrir Reykjavíkurmaraþon. Við bjóðum hlaupurum Ljóssins að koma í heimsókn til okkar á Langholtsveg 43 mánudaginn 15.ágúst kl:17.00. Við byrjum hittinginn á að hlusta á léttan fyrirlestur og hlaupa pepp, en hann Snorri Björnsson langhlaupari, ljósmyndari og podcastari ætlar að koma okkar fólki í réttan gír fyrir hlaupið. Hún Daiva okkar dásamlega matselja ætlar að