Fréttir

17
nóv
2020

Stundaskrá Ljóssins 18. nóvember – 2. desember

Næstu tvær vikurnar munum við nýta betur það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva. Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, spritt, grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra á milli. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað regluleg í gegnum daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði. Líkamleg endurhæfing Áfram verður boðið uppá mælingar, viðtöl og

Lesa meira

16
nóv
2020

Það þarf sterk bein til að þola góða daga

Eftir Önnu Sigríði Jónsdóttur iðjuþjálfa Hefur þú nýlokið krabbameinsmeðferð? Upplifir þú tilfinningar sem þér finnst ekki viðeigandi?  Finnst þér að þér eigi að líða öðruvísi?   Margir eru ánægðir og finna fyrir létti þegar krabbameinsmeðferðinni lýkur en eru jafnframt óöruggir og kvíðnir. Í lausu lofti Það er vissulega gott að vera laus við allt sem fylgir meðferðinni. Þú þarft ekki alltaf að vera uppá spítala,

Lesa meira

16
nóv
2020

Við höfum opnað fyrir bókanir í snyrtingu

Nú er að nýju hægt að bóka tíma í snyrtingu í Ljósinu. Þeir sem vilja bóka tíma hafi samband í síma 561-3770. Við minnum á að áfram þarf að mæta með grímu og spritta hendur við komu í hús.

13
nóv
2020

Fegrandi heimsókn frá Mörk

Í dag nýttu Þórey og Hlynur, frá gróðrarstöðinni Mörk, góða veðrið og sólskinið til að fegra framhlið Ljóssins. Framkvæmdir undanfarna mánuði hafa orsakað ansi tómleg beð en úr því var bætt þegar runnamuru, sveighyrni, marþöll, japanskvist, himalayeini og fleiri fallegum plöntum var komið fagmannlega fyrir. Við vorum sannarlega þakklát fyrir þessa heimsókn en áður hafa þau glatt ljósbera og starfsfólk

Lesa meira

13
nóv
2020

Hanna plaköt til styrktar Ljósinu

Undanfarið hafa félagarnir Logi Sæmundsson og Kristófer Jensson hannað og selt plaköt til styrktar Ljósinu. Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar þeir hönnuðu plakat af húsi félaga síns og fengu í kjölfarið holskeflu af fyrirspurnum frá vinum og ættingum sem vildu eignast plakat með sínum húsum. „Við fórum þá að hugsa hvort við ættum ekki að bjóða þessa þjónustu til almennings

Lesa meira

10
nóv
2020

Heilsulausn Proency tilnefnd til verðlauna

Proency, andleg heilsulausn sem þjónustuþegum Ljóssins býðs til afnota, hefur verið valin í úrslit Best Health Tech Startup í Nordic Health Startup Awards. Um er að ræða alíslenskt kerfi úr smiðju sprotafyrirtækisins Proency sem metur andlega heilsu með vísindalega viðurkenndum aðferðum. Við óskum Proency til hamingju með þessa miklu viðurkenningu og óskum þeim góðs gengis. Lokakeppnin sjálf er í lok

Lesa meira

9
nóv
2020

Myndbandskynning á starfsemi Ljóssins

Nú þegar fjöldatakmarkanir og tveggja metra regla eru í gildi bjóðum við upp á kynningarfund í myndbandsformi. Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, fer þar yfir starfssemina eins og hún er í þriðju bylgju Covid. Smelltu hér til að hlusta á rétt rúmlega 6 mínútna kynningu á starfsemi Ljóssins. Athugið að við tökum enn á móti einstaklingum á kynningarfundi á þriðjudögum klukkan

Lesa meira

9
nóv
2020

Zoom fundur fyrir 16-45 ára karlmenn

Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari, og Matti Osvald, markþjálfi og heilsufræðingur, ætla að taka stöðuna á hópnum á morgun, þriðjudagurinn 10. nóvember, klukkan 20:00. Hlekk á fundinn má finna í hópnum okkar á facebook. Við hvetjum alla unga menn sem nýlega skráð sig í endurhæfingu til að taka þátt.

3
nóv
2020

Flæðidagbók – dagbók fyrir augað

Eftir Elinborgu Hákonardóttur Margir hafa haldið og halda dagbækur, sumir hafa gert það frá því þau voru börn og aðrir hafa kannski gripið í það á ákveðnum tímabilum yfir ævina. Þegar við hugsum um dagbókarskrif þá er ekki ólíklegt að upp í hugan komi hugmyndir um mikinn texta, þar sem farið er yfir verk dagsins, hugsanir, áætlanir fyrir framtíðina og

Lesa meira

3
nóv
2020

Ljósið í þjónandi forystu

Eftir Ernu Magnúsdóttur forstöðukonu Ljóssins    Ljósið og hugmyndafræði þjónandi forystu Í febrúar 2019 útskrifaðist ég úr meistaranámi við Háskólann á Bifröst, í forystu og stjórnun.  Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta nám var áhugi minn á hugmyndafræði sem heitir Þjónandi forysta en sú hugmyndafræði hefur verið að ryðja sér til rúms sl. áratugi. Markmið okkar í Ljósinu er

Lesa meira