Lionsklúbburinn Njörður minnist góðs félaga með rausnarlegri gjöf

Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir, sjúkraþjálfari og teymisstjóri, og Stefán Diego, íþróttafræðingur, ásamt fulltrúum frá Lionsklúbbnum Nirði

Lionsklúbburinn Njörður kom færandi hendi í dag og afhenti Ljósinu glænýtt spinning hjól.

Forsvarsmenn Lionsklúbbsins höfðu samband við Ljósið í kjölfar þess að góður félagi hafði sótt endurhæfingu til okkar á Langholtsveginn í kjölfar krabbameinsgreiningar, en hann óskaði að eftir sinn dag myndu þeir sem vildu minnast hann hugsa til Ljóssins. Því til viðbótar hafði maki eins meðlims einnig sótt til okkar þjónustu og því ekkert hik á styrktarnefnd er kom að úthlutun styrksins.

Við blasir aukin aðsókn í endurhæfingu í Ljósinu og því var ákveðið að framlag Lionsklúbbsins yrði nýtt æfingarhjól. Fyrirvalinu varð forláta fákur úr smiðju Johnny G sem þjónustuþegar Ljóssins munu sannarlega njóta að æfa á.

Við sendum okkar allra bestu þakkir til allra í Lionsklúbbnum Nirði.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.