Bergmál býður þjónustuþegum Ljóssins í orlofsviku í Bergheimum í sumar

Bergmál líknarfélag býður þjónustþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar.

Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Stórir hópar frá Ljósinu hafa áður sótt orlofsviku á þeirra vegum og það er aftur í boði í ár.

Um er að ræða vikuna 6.-13. júlí næstkomandi en skráning er hafin í móttöku í síma 561-3770 eða netfangið mottaka@mottaka.is

Gist er í tveggja manna herbergjum með klósetti, sturtu og sjónvarpi. Athugið að vikan er einungis í boði fyrir þjónustuþega en ekki aðstandendur.

Ummæli frá ljósbera:

Þetta var algjör lúxus, öll aðstaða til fyrirmyndar, fallegt umhverfi, vel haldið utan um alla og skemmtilegar kvöldvökur. Bæði nærandi og gefandi og ég kynntist fullt af fólki og við erum ennþá að halda sambandi.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.