Norðurflug veitir Ljósinu styrk

Á dögunum barst Ljósinu styrkur frá flugfélaginu Norðurflug. Styrkurinn er afrakstur átaks Norðurflugs sem lét hluta af hverri ferð í desember renna til Ljóssins.

Virkilega fallegt framtak og vel tekið á móti fulltrúum Ljóssins við afhendingu styrksins í höfuðstöðvum Norðurflugs. Ljósið sendir hjartans þakkir fyrir framtakið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.