Fréttir

17
mar
2022

Ganga fellur niður í dag

Kæru vinir, Ljósið er opið í dag, en vegna veðurs fellur gangan niður. Við hvetjum ykkur til að fara varlega í þessari leiðinda færð.

16
mar
2022

Eirberg kynnir vörur og þjónustu 31. mars í Ljósinu

Fimmtudaginn 31. mars verður kynning í Ljósinu á stuðningsvörum fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð á brjósti frá Eirberg. Kynningin verður í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43 á milli kl. 10-12. Meðal þess sem fjallað verður um: • Gervibrjóst • Brjóstahaldara • Sundfatnað • Stuðningsermar • Ofl. Skráning fer fram í móttoku

Lesa meira

11
mar
2022

Myndlistarnámskeið að hefjast

Myndlistarnámskeiðin sívinsælu byrja í Ljósinu á næstu dögum. Byrjendanámskeið hefst miðvikudaginn 16.mars. Framhaldsnámskeið hefst þriðjudaginn 22.mars   Örfá sæti laus. Skráning í síma: 561-3770 eða í móttöku Ljóssins

9
mar
2022

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2022 er hafin

Nú geta allir þeir sem ætla að hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár skráð sig á Hlaupastyrkur.is Áheitasöfnun í gegnum maraþonið hefur verið mikilvæg tekjuöflun fyrir starfsemi Ljóssins en söfnunarleiðin hefur til að mynda gert okkur kleift að fella niður allan kostnað krabbameinsgreindra við líkamsrækt, námskeið, fræðslu og margt annað. Árið 2019 setti Ljósið, ásamt 180 öðrum góðgerðarfélögum,

Lesa meira

8
mar
2022

Fjarþjálfun fyrir fólk á landsbyggðinni

Sex vikna fjarnámskeið gegnum Zoom fyrir einstakinga í landsbyggðardeild Ljóssins hefst 14.mars næstkomandi. Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl.11.00. Hver tími er um 60 mín og verður lögð áhersla á styrktaræfingar og teygjur. Hvetjandi fræðsla og hópeflandi spjall í lok hvers tíma. Æfingarnar krefjast ekki sérstaks tækjabúnaðar, en ef þú átt teygjur eða létt lóð er hægt að nýta

Lesa meira

2
mar
2022

Fagnaði 80 árum og styrkti Ljósið

Í dag færði Hulda Petersen Ljósinu veglegan styrk í tilefni 80 ára afmælis síns síðastliðið haust,  en í stað þess að þiggja gjafir bað hún fólk um framlög til Ljóssins. Með í för var dóttir Huldu, Guðný Þorsteinsdóttir, sem hefur í gegnum árin nýtt sér fræðslu og stuðning fyrir aðstandendur í Ljósinu. Þær mæðgur eru sammála um að mikilvægi Ljóssins

Lesa meira

2
mar
2022

Flughálka á bílastæði Ljóssins

Kæru vinir, Við bendum öllum  þeim leið eiga á Langholtsveginn að mikil hálka er á bílaplani Ljóssins.  Beðið er eftir að planið sé sandað. Við biðjum alla um að fara extra varlega. Passið ykkur líka á furðuverum sem eru á sveimi vegna Öskudags. Öllum kærvelkomið að taka þátt í eigin gervi.  

28
feb
2022

Öskudagur Ljósinu

Kæru vinir, Nú er Öskudagurinn miðvikudaginn næstkomandi 2.mars. Við í Ljósinu ætlum að sjálfsögðu ekki að láta þennan skemmtilega dag framhjá okkur fara. Starfsfólk Ljóssins mætir í sínu „skemmtilegasta pússi“. Við hvetjum þjónustuþega okkar að finna til hattinn, slæðuna, trúðanefið eða skemmtilega búninginn og eiga með okkur glaðan dag. Það verður skemmtilegur myndakassi á staðnum, sem fangar gleðina. Við getum

Lesa meira

22
feb
2022

Ganga fellur niður í dag – Athugið að plan Ljóssins er flughált.

Kæru vinir, Ljósið er opið í dag, en vegna veðurs fellur gangan niður. Við viljum líka vekja athygli á því að mjög hált er í kringum húsnæði Ljóssins og við hvetjum ykkur til að fara varlega og jafnvel vera með brodda.

18
feb
2022

Málverkasýning Penslanna

UPPFÆRT – Sýningin verður opin inn í vikuna 28. febrúar – 4. mars og við hvetjum ykkur öll til þess að líta við á þennan flotta viðburð. Það var árið 2014 sem fyrstu skref félagsskaparins Penslarnir voru stigin, það var í endurhæfingu í Ljósinu sem forsprakkarnir hittust fyrst og hafa þau haldið hópinn síðan. Engan grunaði þá að mörgum árum

Lesa meira