Lokum í Ljósinu kl.13:00 í dag vegna veðurs

Kæru vinir,

Við lokum Ljósinu í dag klukkan 13:00 vegna veðurs.

Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu í dag og gildir hún frá kl. 12:30 – 17:30, en spáð er vestan hvassviðri eða stormi og dimmum éljum.

Við hvetjum ykkur til að fara varlega, njóta inniverunnar og hafa það huggulegt.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Ljóssins

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.